Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. apríl 2012 16:30
Daníel Freyr Jónsson
Wenger: Podolski veitir okkur aukna möguleika
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er glaður með að hafa tryggt sér þjónustu Þjóðverjans Lukas Podolski.

Podolski mun ganga í raðir Arsenal í sumar frá Köln, en það var opinberað fyrr í dag. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Arsenal segir að hann hafi skrifað undir langtímasamning.

,,Við erum hæstánægðir með að klára samningin við Lukas og sjáum hann sem mikilvægan part af framtíð okkar. Hann er leikmaður í toppklassa, klárar færi sín mjög vel og hefur sannað sig hjá félags- og landsliði," sagði Wenger.

Podolski steig sín fyrstu skref í fótboltanum hjá Köln, áður en hann gekk í raðir FC Bayern árið 2006. Hann spilaði þar í þrjú ár en gekk svo aftur í raðir Köln eftir frekar mislukkaða veru hjá Bayern.

Hann hefur þó verið mjög sterkur á þessari leiktíð og skorað 18 mörk í 28 leikjum með Köln, en liðið er í mikilli fallbaráttu í þýsku Bundesligunni.

,,Hann er mjög sterkur leikmaður sem mun gefa okkur góða möguleika í sókninni. Við erum ánægðir með að hafa klárað þessi kaup svona snemma og það verður gaman að fylgjast með honum á EM í sumar, þar sem hann hefur þegar spilað 95 landsleiki og er 26 ára gamall."

,,Það er ótrúleg tölfræði og sýnir bara hversu góður leikmaður hann er," bætti Wenger við.
Athugasemdir
banner