Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 01. maí 2012 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 12. sæti
Tindastóli er spáð beint niður aftur.
Tindastóli er spáð beint niður aftur.
Mynd: Valgeir Kárason
Arnar Sigurðsson, leikmaður Tindastóls.
Arnar Sigurðsson, leikmaður Tindastóls.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Valgeir Kárason
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Tindastóll 38 stig


12. Tindastóll
Heimasíða: tindastoll.is
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild

Tindastóll endaði í toppsæti í hinni óútreiknanlegu 2. deild í fyrra og er liðið skyndilega komið upp í 1. deild. Ef spáin fyrir þetta ár rætist verður það þó hlutskipti liðsins á næsta ári að leika aftur í 2. deild. Það er útlit fyrir erfitt sumar hjá Stólunum en við stjórnvölinn er ungur og óreyndur þjálfari

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Styrkleikar: Tindastóll á erfitt tímabil fyrir hödum en ég tel að þeirra styrkleiki liggi í heimavellinum. Þeir hafa þó nokkra ágætis leikmenn sem munu fá mikla ábyrgð á sínar herðar í sumar. Það var mjög mikilvægt fyrir þá að mínu mati að fá Bjarka Má Árnason aftur til sín. Ég tel að hann hjálpi þeim varnarlega.

Veikleikar: Þeir hafa hvorki verið sterkir varnarlega né sóknarlega í vetur og það gefur ekki góð fyrirheit. Þeir skoruðu aðeins þrjú mörk í sjö leikjum en fengu á sig 28 sem er alltof mikið. Varnarleikur liðsins hefur ekki verið góður. Útlendingarnir eru stórt spurningamerki og fróðlegt að sjá hve sterkir þeir eru.

Lykilmenn: Bjarki Már Árnason, Fannar Freyr Gíslason og Arnar Sigurðsson.

Gaman að fylgjast með: Hilmar Kárason er sprækur strákur frá Blönduósi. Hann gærti gert öðrum liðum skráveifur. Svo verður einnig gaman að fylgjast með Atla Arnarsyni.

Þjálfarinn: Halldór Jón Sigurðsson, Donni. Ungur og efnilegur þjálfari sem gerði frábæra hluti með þetta Tindastólslið í fyrra eftir að hafa tekið við því að föður sínum. Nú er komið að stórri prófraun hjá honum og athyglisvert að fylgjast með hvernig honum á eftir að ganga.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Ben J Everson frá Bandaríkjunum
Dominic Furness frá Bandaríkjunum
Fannar Freyr Gíslason á láni frá ÍA
Magnús Örn Þórsson frá Val
Max Touloute frá Bandaríkjunum
Seb Furness frá Bandaríkjunum

Farnir:
Dejan Miljkovic í Fjarðabyggð
Gísli Eyland Sveinsson hættur
Halldór Jón Sigurðsson hættur
Kristmar Geir Björnsson hættur
Milan Markovic
Sveinbjörn Guðlaugsson í Hvöt


Fyrstu leikir Tindastóls 2012:
12. maí: Haukar - Tindastóll
19. maí: Tindastóll - Víkingur Ó.
26. maí: BÍ/Bolungarvík - Tindastóll
Athugasemdir
banner