Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 03. maí 2012 17:30
Magnús Már Einarsson
Andri Júlíusson í Staal (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Júlíusson hefur gengið til liðs við norska félagið Staal en það er frá bænum Jørpeland.

Eftir að hafa leikið með Fram í Pepsi-deildinni í fyrra flutti Andri til Noregs ásamt fjölskyldu sinni.

Hann æfði með norska félaginu Alta í vetur en gerði ekki samning. Í kjölfarið ætlaði Andri að taka sér frí frá knattspyrnuiðkunn en þær áætlanir hafa nú breyst.

,,Rétt eftir að skórnir fóru upp í hillu var hringt í mig frá bæ sem er rétt fyrir utan Stavanger og vildi endilega fá mig og fjölskyduna til þeirra og við ákváðum að slá til," sagði Andri við Fótbolta.net í dag.

Staal leikur í norsku 3. deildinni en liðið sló Steinþór Frey Þorsteinsson, Gilles Mbang Ondo og félaga í Sandnes Ulf óvænt út í norska bikarnum í vikunni.

Andri spilaði þrettán leiki með Fram í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en þessi kant og sóknarmaður hefur skorað 32 mörk í 125 deildar og bikarleikjum á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner