Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 03. maí 2012 20:44
Magnús Már Einarsson
Heimild: Eyjafréttir 
George Baldock til ÍBV (Staðfest)
ÍBV hefur fengið enska miðjumanninn George Baldock á láni í einn mánuð en þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Baldock er 19 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður en hann kemur á láni frá MK Dons í ensku fyrstu deildinni.

Baldock lék þrjá leiki fyrir MK Dons á þessu tímabili og var í láni hjá Northampton Town sem og Tamworth.

MK Dons bindur miklar vonir við leikmanninn en hann hefur verið valinn efnilegastur hjá félaginu.

Baldock á að fylla skarð Gunnars Más Guðmundssonar og Andra Ólafssonar sem missa af byrjun móts vegna meiðsla.

Baldock kom til landsins í dag og gæti leikið sinn fyrsta leik gegn Selfyssingum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner