Brazilíski knattspyrnudómarinn Carlos Jose Figueira Ferro á nú undir högg að sækja frá eiginkonu sinni, sem að vill skilja við hann eftir að hann tók upp rauðar kvennmannsnærbuxur í stað rauða spjaldsins þegar að hann vara að reyna að vísa leikmanni af velli í leik í áhugamannadeild í Brazilíu.
Dómarinn fór svo mikið hjá sér að hann flautaði leikinn af 20 mínutum áður en leiktímanum átti að ljúka. Hann kvaðst ekki hafa neina hugmynd um það hvernig rauðu kvennmannsnærbuxurnur höfnuðu í vasanum hjá honum en eiginkona hans sem að var stödd á leiknum fór strax að íhuga skilnað við eiginmann sinn.
Athugasemdir