Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
   sun 06. maí 2012 21:49
Örvar Arnarsson
Gaui Þórðar: Menn þurfa að öðlast meiri tiltrú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson var léttur í lund eftir að lið hans, Grindavík, gerði 1-1 jafntefli við FH í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld.

,,Að mörgu leyti er ég sáttur við leikinn. Hefðir þú spurt mig að því í gær hvort ég myndi taka jafntefli í dag, í Kaplakrika, þá hefði ég örugglega sagt við þig, Já takk"

Grindvíkingar komust yfir í leiknum eftir að Loic Ondo kom boltanum yfir marklínu FH í seinni hálfleik. FH svaraði með marki úr víti.

,,Eins og leikurinn þróaðist, þá er ég frekar fúll að fá á mig þetta víti sem þeir jöfnuðu úr."

Miklar mannabreytingar hafa orðið í liði Grindavíkur og í dag spiluðu þar 4 nýir leikmenn. Guðjón var nokkuð sáttur við þeirra framlag ,,Tomi fannst mér sterkur, Gav á greinilega eftir að komast í betra stand, miðjumaðurinn. Hinir eru ágætir."

,,Menn þurfa að öðlast meiri tiltrú, menn þurfa að öðlast meiri ró og ef það fer saman mun sjálfstraustið aukast." sagði Guðjón að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner