Guðjón Þórðarson var léttur í lund eftir að lið hans, Grindavík, gerði 1-1 jafntefli við FH í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld.
,,Að mörgu leyti er ég sáttur við leikinn. Hefðir þú spurt mig að því í gær hvort ég myndi taka jafntefli í dag, í Kaplakrika, þá hefði ég örugglega sagt við þig, Já takk"
,,Að mörgu leyti er ég sáttur við leikinn. Hefðir þú spurt mig að því í gær hvort ég myndi taka jafntefli í dag, í Kaplakrika, þá hefði ég örugglega sagt við þig, Já takk"
Grindvíkingar komust yfir í leiknum eftir að Loic Ondo kom boltanum yfir marklínu FH í seinni hálfleik. FH svaraði með marki úr víti.
,,Eins og leikurinn þróaðist, þá er ég frekar fúll að fá á mig þetta víti sem þeir jöfnuðu úr."
Miklar mannabreytingar hafa orðið í liði Grindavíkur og í dag spiluðu þar 4 nýir leikmenn. Guðjón var nokkuð sáttur við þeirra framlag ,,Tomi fannst mér sterkur, Gav á greinilega eftir að komast í betra stand, miðjumaðurinn. Hinir eru ágætir."
,,Menn þurfa að öðlast meiri tiltrú, menn þurfa að öðlast meiri ró og ef það fer saman mun sjálfstraustið aukast." sagði Guðjón að lokum.
Athugasemdir