West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   sun 06. maí 2012 21:49
Örvar Arnarsson
Gaui Þórðar: Menn þurfa að öðlast meiri tiltrú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson var léttur í lund eftir að lið hans, Grindavík, gerði 1-1 jafntefli við FH í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld.

,,Að mörgu leyti er ég sáttur við leikinn. Hefðir þú spurt mig að því í gær hvort ég myndi taka jafntefli í dag, í Kaplakrika, þá hefði ég örugglega sagt við þig, Já takk"

Grindvíkingar komust yfir í leiknum eftir að Loic Ondo kom boltanum yfir marklínu FH í seinni hálfleik. FH svaraði með marki úr víti.

,,Eins og leikurinn þróaðist, þá er ég frekar fúll að fá á mig þetta víti sem þeir jöfnuðu úr."

Miklar mannabreytingar hafa orðið í liði Grindavíkur og í dag spiluðu þar 4 nýir leikmenn. Guðjón var nokkuð sáttur við þeirra framlag ,,Tomi fannst mér sterkur, Gav á greinilega eftir að komast í betra stand, miðjumaðurinn. Hinir eru ágætir."

,,Menn þurfa að öðlast meiri tiltrú, menn þurfa að öðlast meiri ró og ef það fer saman mun sjálfstraustið aukast." sagði Guðjón að lokum.

Athugasemdir
banner
banner