Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 09. maí 2012 13:22
Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Stjörnunnar fær leikmann frá Everton (Staðfest)
Stjarnan varð í gær meistari meistaranna. Félagið hefur fengið enskan leikmann frá Everton.
Stjarnan varð í gær meistari meistaranna. Félagið hefur fengið enskan leikmann frá Everton.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa bætt við sig leikmanni fyrir titilvörnina í Pepsi-deild kvenna í sumar en hin enska Danielle Turner er komin til liðs við félagið frá Everton.

Danielle Turner er 21 árs gömul og hefur leikið með Everton á Englandi undanfarin ár. Þar hefur hún aðallega spilað með varaliðinu en þó einnig með aðalliði félagsins sem er með þeim sterkari á Englandi.

Hún er örvfætt og spilar helst á vinstri kanti en einnig sem framherji. Hún á að baki leiki með U17 og U19 ára liðum Englands.

Hún semur við Stjörnuna um að vera hjá félaginu fram í júlí. Eftir það verður tekin ákvörðun með framhaldið en keppni hefst í ensku deildinni í ágúst.

Turner er fjórði leikmaðurinn sem Stjarnan fær til liðs við sig í vetur. Áður hafði Glódís Perla Viggósdóttir komið frá Danmörku, Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir úr KR og Elva Friðjónsdóttir úr Þór/KA. Þá kom markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir í lok síðustu leiktíðar.
Athugasemdir
banner
banner