,,Þeir byrja betur og við komum svo inn í leikinn, þegar líða tekur á sérstaklega í seinni hálfleik þá sveiflaðist þetta fram og til baka en meira jafnræði þá. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leik liðsins gegn ÍBV í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 Breiðablik
ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld, en Blikar og Eyjamenn eru bæði komin með eitt stig eftir tvær umferðir. Þó hefur liðunum tekist erfiðlega að koma boltanum yfir línuna í fyrstu leikjunum.
,,Ég held að menn hafi aðeins sótt með aðra spennuna á axlaböndunum spennta, en ekki vilja kasta frá sér því sem var fyrir öll þrjú. Við hefðum getað tekið þetta hérna, en þeir sömuleiðis, en mér fannst okkar vera stærri."
,,Ég er sáttur með vinnuframlagið, ég er sáttur með hvernig við vörðumst í leiknum. Þetta var svona áframframhald af Skagaleiknum um daginn. Það sem ég er sáttur með er að við sköpuðum okkur færi sem okkur tókst ekki vel í síðasta leik en svo þurfum við að finna leið til að skora, en það gerist á milli á eyrnanna á mönnum."
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni við Ólaf hér að ofan í sjónvarpinu.
Athugasemdir