Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 13. maí 2012 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: Neðri hluti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá KR-ingum falli
Sérfræðingar Fótbolta.net spá KR-ingum falli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miklar breytingar hafa orðið hjá Þór/KA og liðið þykir ekki líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna líkt og undanfarin ár.
Miklar breytingar hafa orðið hjá Þór/KA og liðið þykir ekki líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna líkt og undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arna Sif tekur við fyrirliðabandinu af Rakel Hönnudóttir
Arna Sif tekur við fyrirliðabandinu af Rakel Hönnudóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það verður gaman að fylgjast með Söndru Maríu Jessen
Það verður gaman að fylgjast með Söndru Maríu Jessen
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Aldís Kara var markahæst í 1. deildinni síðasta sumar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stendur sig á meðal þeirra bestu.
Aldís Kara var markahæst í 1. deildinni síðasta sumar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stendur sig á meðal þeirra bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig Þórarinsdóttir gæti reynst liðinu mikilvægur liðsstyrkur, bæði innan vallar sem utan.
Sólveig Þórarinsdóttir gæti reynst liðinu mikilvægur liðsstyrkur, bæði innan vallar sem utan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára Kristín verður í lykilhlutverki hjá Aftureldingu
Lára Kristín verður í lykilhlutverki hjá Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Andrews er við stjórnartaumana í Mosfellsbænum
John Andrews er við stjórnartaumana í Mosfellsbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leik Aftureldingar og Þróttar sl. sumar
Frá leik Aftureldingar og Þróttar sl. sumar
Mynd: Tryggvi Þorsteinsson
KR-ingum er spáð falli úr deild hinna bestu
KR-ingum er spáð falli úr deild hinna bestu
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Mikið mun mæða á fyrirliðanum, Lilju Dögg Valþórsdóttur
Mikið mun mæða á fyrirliðanum, Lilju Dögg Valþórsdóttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emma Higgins mun standa á milli stanganna í Vesturbænum
Emma Higgins mun standa á milli stanganna í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar eiga erfitt sumar í vændum ef marka má spá Fótbolta.net
Selfyssingar eiga erfitt sumar í vændum ef marka má spá Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Már Hauksson
Guðmunda Brynja hefur sannað sig í fyrstu deildinni og fær krefjandi verkefni gegn bestu varnarmönnum landsins í sumar.
Guðmunda Brynja hefur sannað sig í fyrstu deildinni og fær krefjandi verkefni gegn bestu varnarmönnum landsins í sumar.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Katrín Ýr er klár í Pepsi-deildar slaginn
Katrín Ýr er klár í Pepsi-deildar slaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við á Fótbolta.net höfum fengið til liðs við okkur gott fólk til þess að spá fyrir um fótboltasumarið sem framundan er í Pepsi-deild kvenna. Spánna birtum við í tvennu lagi. Í dag endurbirtum við neðri hlutann og opinberum spánna um 5 efstu sætin.

Sérfræðingar Fótbolta.net eru ellefu talsins og þau röðuðu liðunum upp eftir því sem þau telja lokaniðurstöðuna verða. Liðið í efsta sæti fær 10 stig, annað sæti 9 og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.

Sérfræðingarnir: Anna Þorsteinsdóttir, Embla S. Grétarsdóttir, Guðrún Inga Sívertsen, Hafliði Breiðfjörð, Íris Björk Eysteinsdóttir, Jón Stefán Jónsson, Mist Rúnarsdóttir, Ólafur Guðbjörnsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Theodór Sveinjónsson, Úlfar Hinriksson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Þór/KA 53 stig
7. FH 48 stig
8. Afturelding 31 stig
9. KR 25 stig
10. Selfoss 13 stig



6. Þór/KA
Þór/KA liðið hefur misst gríðarlega sterka leikmenn frá því í fyrra má þar helsta nefna: Rakel Hönnudóttur, Mateju Zver, Marishu Schumacher, Berglindi Magnúsdóttir og Manyu Makoski. Þá hefur Silvía Rán Sigurðardóttir ekki getað spilað fótbolta síðan í júlí vegna meiðsla.

Í staðinn hefur liðið fengið öflugan markvörð í Chantel Nicole Jones ásamt því að Katrín Ásbjörnsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir styrkja liðið. Bandarísku sóknarmennirnir tveir, Kayle Grimsley og Thanai Annis, eru spurningarmerki en mikilvægt er fyrir liðið að þær verði öflugar. Þá hefur liðið á að skipa feykilega efnilegum leikmönnum á borð við Söndru Maríu Jessen og Láru Einarsdóttur. Mikið mun mæða á fyrirliðanum Örnu Sif Ásgrímsdóttur sem nú tekur að sér leiðtogahlutverkið í liðinu í fyrsta skipti.

Liðinu hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu og virðist ekki vera búið að stilla saman strengi sína. Það getur þó ýmislegt breyst ennþá og þó norðanstúlkur séu ekki líklegar til að blanda sér í toppbaráttuna eru þær sýnd veiði en ekki gefin.

Styrkleikar: Liðið fékk til sín öflugan markmann sem vonir eru bundnar við. Leikmenn liðsins eru fastir fyrir og heimavöllurinn er erfiður heim að sækja fyrir gestaliðin.

Veikleikar: Varnarleikurinn er höfuðverkur liðsins. Auk þess vantar breidd í leikmannahópinn.

Lykilmenn: Chantel Nicole Jones, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Sandra María Jessen. Sandra María er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður á vellinum. Líklegt er að hún muni spila sem framherji í sumar og ætti hraði hennar að nýtast vel þar til að skora mörk.

Þjálfarinn: Jóhann Kristinn Gunnarsson. Jóhann er nýliði í efstu deild. Hann hefur þjálfað meistaraflokk karla hjá Völsungi undanfarin ár en var áður með kvennalið liðsins.



Líklegt byrjunarlið:



Komnar:
Chantel Nicole Jones
Elva Marý Baldursdóttir úr Völsungi
Hafrún Olgeirsdóttir úr Völsungi
Katrín Ásbjörnsdóttir úr KR
Kayle Grimsley úr Bandaríkjunum
Tahnai Annis úr Bandaríkjunum
Þórhildur Ólafsdóttir úr ÍBV

Farnar:
Berglind Magnúsdóttir til Danmerkur
Diane E Caldwell
Heiða Ragney Viðarsdóttir (meidd)
Inga Dís Júlíusdóttir (meidd)
Katla Ósk Káradóttir (í barneignarfríi)
Manya Janine Makoski
Marie Perez Fernandez
Marisha Ledan Schumacher-Hodge
Mateja Zver
Rakel Hinriksdóttir í Tindastól
Rakel Hönnudóttir í Breiðablik
Silvía Rán Sigurðardóttir (meidd)



7. FH
Nýliðum FH er spáð ágætu gengi í sumar. Liðið fór óvænt upp í úrvalsdeild sumarið 2010 en kvaddi deildina strax um haustið. Flestir sáu þó að þarna væri á ferðinni efnilegt lið sem ætti vel heima í efstu deild. FH valtaði yfir 1. deildina síðastliðið sumar og koma öflugar til leiks í ár. Þær verða með eitt öflugasta sóknarlið deildarinnar en varnarleikurinn er spurningamerki.

Liðið er í góðu formi og hefur spilað góðan bolta á undirbúningstímabilinu. FH varð fyrir áfalli þegar fyrirliðinn, Berglind Arnardóttir, meiddist stuttu fyrir mót en fékk til sín öflugan leikmann í Söruh McFadden.

Styrkleikar: Liðið er vel skipulagt og leikmenn í góðu formi. Þær eiga fljóta framherja sem geta skorað gegn hverjum sem er.

Veikleikar: Varnarleikurinn er spurningarmerki. Það er stórt skref úr 1. deildinni og upp í úrvalsdeild og það er spurning hvort að deildin sé enn einu númeri of stór fyrir liðið.

Lykilmenn: Bryndís Jóhannesdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá hvernig Aldísi Köru og Sigrúnu Ellu Einarsdóttur reiðir af í Pepsi-deildinni. Þær voru frábærar í 1. deildinni en nú fá þær að spreyta sig gegn bestu varnarmönnum landsins og þá kemur í ljós hversu góðar þær eru.

Þjálfarinn: Helena Ólafsdóttir. Helena er reynslumikill þjálfari og hún ásamt Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara mynda eitt öflugasta þjálfarateymi deildarinnar.



Líklegt byrjunarlið:



Komnar:
Hugrún Elvarsdóttir úr Stjörnunni
Sara Hrund Helgadóttir úr Grindavík
Sarah McFadden frá Englandi
Sólveig Þórarinsdóttir frá HK/Víkingi
Guðrún Bentína Frímannsdóttir kemur inn eftir meiðsli
Margrét Sveinsdóttir tekur fram skóna að nýju

Farnar:
Guðný Guðleif Einarsdóttir, hætt



8. Afturelding
Lið Aftureldingar er spurningarmerki eins og undanfarin ár. Liðið virðist hafa níu líf og nær alltaf að halda sér uppi. Afturelding hefur undanfarin ár blásið á gagnrýnisraddir og mætt með sterkara lið til leiks en fólk átti von á. Sérfræðingar okkar þora því ekki öðru en spá því að liðið haldi sínu sæti á meðal þeirra bestu. Eins og undanfarin ár mun gengi liðsins þó velta mikið á gæðum erlendu leikmannanna sem spila í Mosó þetta sumarið.

Afturelding verður án Sigríðar Þóru Birgisdóttur og Elínar Svavarsdóttur í upphafi móts en þær eru báðar frá vegna meiðsla.

Styrkleikar: Leikmenn virðast hafa gott sjálfstraust og það telur. Liðið er einnig mjög baráttuglatt og leikmenn gefast aldrei upp.

Veikleikar: Hópurinn er ekki breiður og liðið má ekki við neinum skakkaföllum.

Lykilmenn: Lára Kristín Pedersen. Leikmaður sem spilar af sjaldséðri yfirvegun, er með góðan leikskilning og auga fyrir samspili. Hún er uppalin hjá félaginu og spilar með hjartanu.

Gaman að fylgjast með: Halldóra Þóra Birgisdóttir fór vaxandi í sínum leik á síðasta tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvernig hún mætir til leiks í sumar. Takist systur hennar, Sigríði Þóru Birgisdóttur, að ná sér góðri af meiðslum verður einnig gaman að fylgjast með henni.

Þjálfarinn: John Andrews. Hefur sýnt undanfarin ár að hann kann ýmislegt fyrir sér í boltanum og hefur náð upp góðri stemmningu og baráttuanda í liðinu.



Líklegt byrjunarlið:



Komnar:
Erica Henderson frá Bandaríkjunum
Eva Hafdís Ásgrímsdóttir frá Þór/KA á láni
Karitas Hrafns Elvarsdóttir frá ÍA
Kristin Russell frá Bandaríkjunum
Vendula Strnadova frá Bandaríkjunum
Íris Dóra Snorradóttir frá Fylki

Farnar:
Ahkeelea Mollon
Anna Garðarsdóttir í KR
Hekla Pálmadóttir í Breiðablik úr láni
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, hætt
Ingunn Dögg Eiríksdóttir til ÍA
Jacqceline T Des Jardin
Marcia Rosa Silva
Vaila Barsley



9. KR
Liði KR er spáð falli í sumar. Það þarf einfaldlega allt að ganga upp hjá liðinu í sumar ef þær ætla að halda sér í deildinni. Þetta fyrrum stórveldi í kvennaboltanum hefur verið í baráttu fyrir miðri deild síðan sumarið 2008 þegar liðið lenti í 2. sæti á eftir Val. Liðið hélt sér uppi á markatölu síðasta sumar en þetta gæti orðið árið þar sem liðið fellur. Liðið hefur ekki styrkt sig mikið í vetur en bandarísku stúlkurnar tvær sem væntanlegar eru til landsins gætu reynst dýrmætar. Þær verða þó ekki með í mikilvægum fyrsta leik gegn Selfossi.

Styrkleikar: KR á langa og farsæla sögu og hefur sigurhefð á bakvið sig. Það gæti haft einhver áhrif.

Veikleikar: Liðið hefur misst sína bestu leikmenn undanfarin ár og það er ekki vænlegt til árangurs.

Lykilmenn: Emma Higgins. Emma hefur staðið sig með prýði í liði Grindavíkur undanfarin tvö sumur og það er mikilvægt að hún standi fyrir sínu hjá KR í sumar. Hún er öflugur markvörður og gæti náð í einhver stig fyrir liðið.

Gaman að fylgjast með: Rebekka Sverrisdóttir er efnilegur varnarmaður. Það hefur mikið á henni mætt undanfarin ár og það breytist líklega ekki í sumar.

Þjálfarinn: Jón Þór Brandsson. Jón Þór er ekki með mannskap í höndunum sem er líklegur til afreka. Hann hefur töluverða reynslu af fallbaráttu undanfarin ár sem vonandi nýtist honum því líklegt er að hann verði í sömu sporum í sumar.



Líklegt byrjunarlið:



Komnar:
Alma Rut Garðarsdóttir úr Grindavík
Anna Garðarsdóttir úr Aftureldingu
Emma Higgins úr Grindavík
Liz Carroll frá Bandaríkjunum
Katelyn Ruhe frá Bandaríkjunum
Olga Hansen frá Álftanesi
Sigrún Inga Ólafsdóttir frá Breiðablik

Farnar:
Alexandra Sveinsdóttir (meidd)
Arna Ómarsdóttir í Breiðablik (úr láni)
Berglind Bjarnadóttir
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir í Stjörnuna
Elisa Berzinz
Íris Dögg Gunnarsdóttir í Fylki
Kathleen Smith
Katrín Ásbjörnsdóttir í Þór/KA
Keli M Mclaughlin
Lára Hafliðadóttir
Margrét Þórólfsdóttir
Petra Lind Sigurðardóttir í Fjarðabyggð/Leikni
Rosie Malone-Povolny
Sonja Björk Jóhannsdóttir (í barneignarfríi)



10. Selfoss
Sérfræðingar okkar voru á einu máli um að Selfyssingar eigi erfitt sumar í vændum og allir nema einn spáðu þeim neðsta sæti deildarinnar. Það verður skemmtileg reynsla fyrir Selfoss-liðið að spila á meðal þeirra bestu en gott uppbyggingarstarf hefur verið unnið hjá félaginu á undanförnum árum.

Liðið er bæði með minnsta hópinn og minnstu reynsluna og það mun vega þungt. Selfoss hefur fengið til sín þrjá erlenda leikmenn og geta þeirra kemur til með að segja mikið um gengi liðsins. Það mun reyna mikið á hugarfar leikmanna og þær þurfa að vera þolinmóðar, jákvæðar og nýta sér kosti þess að vera nýliðar. Fyrstu leikir mótsins munu skipta miklu máli fyrir framhaldið en Selfoss byrjar á mikilvægum leik gegn KR á heimaveli.

Styrkleikar: Í liðinu eru flinkir leikmenn sem geta skorað upp úr þurru og það verður þeirra styrkur í sumar.

Veikleikar: Liðið er ungt og reynslulítið. Tveir af reynslumestu leikmönnum liðsins lögðu skónna á hilluna eftir síðasta tímabil og í hópnum er þá aðeins einn leikmaður sem spilað hefur í úrvalsdeild.

Lykilmenn: Guðmunda Brynja Óladóttir er klárlega lykilmaður í liði Selfyssinga. Hún hefur blómstrað með liðinu í 1. deild og nú er komið að stóra sviðinu hjá henni. Það verður gaman að sjá hvernig henni mun takast til. Þær Thelma Sif og Katrín Ýr verða liðinu einnig mikilvægar.

Gaman að fylgjast með: Hinar eldfljótu Guðmunda Brynja og Eva Lind Elíasdóttir verða sprækar í fremstu víglínu. Það verður gaman að sjá hvernig standi Katrín Ýr er í og hvort hún geti fundið markaskónna sem hún klæddist í 1.deildinni sumarið 2010, áður en hún sleit krossbönd.

Þjálfarinn: Björn Kristinn Björnsson. Bubbi hefur reynslu úr efstu deild og það verður liðinu mikilvægt.



Líklegt byrjunarlið:



Komnar:
Melanie Adelman frá Bandaríkjunum
Nicole McClure frá Bandaríkjunum
Valorie O'Brien frá Bandaríkjunum

Farnar:
Aníta Guðlaugsdóttir, hætt
Anna Þorsteinsdóttir, hætt
Bára Sif Guðlaugsdóttir, hætt
Dagný Hanna Hróbjartsdóttir, hætt
Guðrún Arnardóttir í Breiðablik
Lena Rut Guðmundsdóttir, hætt
Athugasemdir
banner