Miðjumaðurinn reyndi Sigurvin Ólafsson hefur fengið félagaskipti í Fylki. Sigurvin mun þó ekki leika með Fylkismönnum strax því hann er á leið í SR á láni.
Sigurvin, sem er 35 ára, spilaði síðast af krafti árið 2009 þegar hann hjálpaði Gróttu að vinna 2. deildina og var valinn í lið ársins.
Hann hefur mætt á tvær æfingar hjá Fylki og ætlar að æfa áfram með liðinu á næstunni. Sigurvin útilokar síðan ekki að spila með Árbæjarliðinu ef að hann kemst í leikform með SR sem er varalið Þróttar og leikur í þriðju deildinni.
,,Það er möguleiki en við sjáum hvað þetta endist, það er aðeins farið að slá í þetta," sagði Sigurvin við Fótbolta.net í dag.
,,Það er langt síðan að ég tók á því síðast en það kom sól núna og ég fékk fiðring í tærnar."
Sigurvin er uppalinn hjá ÍBV en hann hefur einnig leikið með FH, KR og Fram hér á landi við góðan orðstír.
Athugasemdir