Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 15. maí 2012 11:00
Magnús Már Einarsson
Clark Keltie í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Víkingur Ólafsvík úr fyrstu deild hefur fengið enska miðju og varnarmanninn Clark Keltie til liðs við sig.

Keltie lék með Þór síðari hlutann á síðasta tímabili en þá skoraði hann eitt mark í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni og spilaði með liðinu í undanúrslitum og úrslitum bikarsins.

Í vetur gekk hinn 28 ára gamli Keltie til liðs við Cork City á Írlandi en hann hafði stutta viðkomu þar.

Í kjölfarið samdi Keltie við Stalybridge Celtic á Englandi og skömmu síðar gekk hann í raðir Darlington þar sem hann hefur leikið í vor.

Keltie hefur einnig leikið með Rochdale, Chester City, Gateshead og Lincoln City á ferli sínum.

Keltie er kominn með leikheimild með Víkingi en hann gæti leikið með liðinu gegn Ægi í bikarnum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner