Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. maí 2012 17:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool fær leyfi til að ræða við Roberto Martinez
Mynd: Getty Images
Wigan hefur gefið Liverpool leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Roberto Martinez.

David Whelan, formaður og eigandi Wigan, staðfesti þetta í samtali við The Times í dag.

Liverpool er í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Kenny Dalglish hætti með liðið í gær.

Martinez er 38 ára gamall Spánverji en hann tók við Wigan sumarið 2009 eftir að hafa áður gert góða hluti með Swansea.

Martinez hefur haldið Wigan uppi í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár en í fyrrasumar hafnaði hann tilboði um að taka við liði Aston Villa.

Eftir að Dalglish hætti í gær var Martinez orðaður við stöðuna og nú er ljóst að Liverpool ætlar að ræða við hann en ekki liggur fyrir hvort að félagið ætli einnig að ræða við fleiri stjóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner