Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 18. maí 2012 09:30
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir riðlakeppni 3. deildar karla
Berserkjum er spáð sigri í A-riðli.
Berserkjum er spáð sigri í A-riðli.
Mynd: Gunnlaugur Júlíusson
Ægi er spáð öðru sætinu í A-riðli.
Ægi er spáð öðru sætinu í A-riðli.
Mynd: Ægir
Kjartan Atli Kjartansson er kominn til liðs við Árborg.
Kjartan Atli Kjartansson er kominn til liðs við Árborg.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Sinisa Valdimar Kekic er ennþá í fullu fjöri með Sindra.
Sinisa Valdimar Kekic er ennþá í fullu fjöri með Sindra.
Mynd: Valdemar Einarsson
Goran Lukic kemur til með að styrkja lið Stál-úlfs.
Goran Lukic kemur til með að styrkja lið Stál-úlfs.
Mynd: Stál-úlfur
Hjalti Kristjánsson þjálfari KFS.
Hjalti Kristjánsson þjálfari KFS.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KB er spáð toppsætinu í B-riðli.
KB er spáð toppsætinu í B-riðli.
Mynd: Þorsteinn Þormóðsson
KFG er spáð 3. sæti í B-riðli.
KFG er spáð 3. sæti í B-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Atli Már Rúnarsson þjálfar Magna Grenivík á nýjan leik.
Atli Már Rúnarsson þjálfar Magna Grenivík á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Friðrik Dór Jónsson mun leika með liði ÍH í sumar en Ingvi Sveinsson, fyrrum leikmaður Þróttar, verður í lykilhlutverki hjá SR.
Friðrik Dór Jónsson mun leika með liði ÍH í sumar en Ingvi Sveinsson, fyrrum leikmaður Þróttar, verður í lykilhlutverki hjá SR.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kára er spáð toppsætinu í C-riðlinum.
Kára er spáð toppsætinu í C-riðlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Þróttur Vogum leikur á nýjum velli í sumar.
Þróttur Vogum leikur á nýjum velli í sumar.
Mynd: Þróttur Vogum
Grundfirðingum er spáð 4. sæti í C-riðli.
Grundfirðingum er spáð 4. sæti í C-riðli.
Mynd: Grundarfjörður
Hvíti riddarinn mun enda í 5. sæti í C-riðli samkvæmt spánni.
Hvíti riddarinn mun enda í 5. sæti í C-riðli samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Augnablik mun vinna D-riðilinn ef spáin rætist.
Augnablik mun vinna D-riðilinn ef spáin rætist.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Nýliðarnir í Skínanda enda í 2. sæti í D-riðli samkvæmt spánni.
Nýliðarnir í Skínanda enda í 2. sæti í D-riðli samkvæmt spánni.
Mynd: Helga Björnsdóttir
Álftnesingum er spáð 3. sæti í D-riðli.
Álftnesingum er spáð 3. sæti í D-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Svanur Freyr Árnason er í lykilhlutverki hjá Leikni Fáskrúðsfirði.
Svanur Freyr Árnason er í lykilhlutverki hjá Leikni Fáskrúðsfirði.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Einherji hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið.
Einherji hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið.
Mynd: Jósep H Jósepsson
Björninn mun enda á botni D-riðils samkvæmt spánni.
Björninn mun enda á botni D-riðils samkvæmt spánni.
Mynd: Stál-úlfur
Boltinn byrjar að rúlla af stað í 3. deild karla á morgun en alls taka 30 lið þátt í deildinni í sumar. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í úrslitakeppnina þar sem tvö sæti eru í boði í 2. deild.

Í ár er til mikils að vinna í 3. deildinni því að keppt er um 8 laus sæti í nýrri 3. deild sem verður á næsta ári. Þau sex lið sem detta út í úrslitakeppninni fara í þá deild sem og tvö lið sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.

Hér að neðan má sjá létta spá Fótbolta.net fyrir sumarið í 3. deildinni sem sett var saman í samstarfi við sérfræðinga.

A-riðill:
1. Berserkir
2. Ægir
3. Árborg
4. Léttir
5. Sindri
6. Stál-úlfur
7. KFS
8. Ísbjörninn.


Ef miðað er við frammistöðu liðanna á seinasta ári þá væri spáin klárlega allt önnur en svo virðist sem þetta gæti orðið sterkasti riðillinn í sumar. Léttismenn voru færðir í A-riðilinn í stað Vængja Júpiters riðillinn gæti orðið afskaplega opinn og skemmtilegur enda mikið um sterk lið.

1. sæti - Berserkir:
Liðið hefur verið eitt sterkasta lið þriðju deildarinnar undanfarin ár og fengu líklega einn stærsta bitann á markaðnum þegar þeir nældu í fyrrum leikmann Hearts og Fram, Hjálmar Þórarinsson. Verði hann með liðinu í allt sumar ætti hann að geta skorað vel yfir 20 mörk fyrir liðið. Berserkja liðið er reynslumikið og veit hvað þarf til að vinna leiki. Þeir spila heimaleiki sínu á gervigrasinu í Víkinni og eru ekki vanir að tapa mörgum leikjum.
Lykilmenn: Hjálmar Þórarinsson, Arnar Þórarinsson og Ólafur Guðmundsson.

2. sæti - Ægir
Ægismenn hafa fengið mikinn liðsstyrk í vor eftir að hafa verið með þunnskipaðan hóp í vor. Liðið skoraði einungis fjögur mörk í Lengjubikarnum og fékk 11 á sig en síðan þá hefur hópurinn breyst mikið. Arilíus Marteinsson og Ingi Rafn Ingibergsson komu meðal annars frá nágrönnunum á Selfossi, Magnús Karl Pétursson er kominn í markið og Hafþór Atli Agnarsson er kominn frá BÍ/Bolungarvík. Erlendu leikmennirnir Predrag Dordevic í sínar raðir sem og Ivan Razumovis hafa einnig bæst í hópinn og ljóst er að Ægismenn verða öflugir í sumar.
Lykilmenn: Eyþór Guðnason, Milan Djurovic og Arilíus Marteinsson.

3. sæti - Árborg
Árborgarliðið féll úr 2.deild á seinasta ári og misstu tvo af sínu reynstu mestu leikmönnum sem lögðu skóna á hilluna en tilkoma Selfoss í úrvalsdeildinni og útlendingahersveitarinnar þar á líklega eftir að hjálpa Árborgaliðinu með fleiri lánsmönnum. Þeir hafa fengið markvörðinn Elías Örn Einarsson og þá fengu þeir Kjartan Atla Kjartansson í framlínuna og hann virðist smell passa inní Árborgaliðið. Þá fengu Árborgarar einnig Ársæl Jónsson frá Ægi sem er gríðar reynslumikill og sá um nánast alla markaskorun Ægisliðsins fyrir nokkrum árum. Varnarleikurinn gæti orðið áhyggjuefni fái þeir áfram of mörg mörk á sig í leikjunum.
Lykilmenn: Atli Rafn Viðarsson, Guðmundur Garðar Sigfússon, Kjartan Atli Kjartansson

4. sæti - Léttir
Léttismenn hafa styrkt sig vel fyrir átökin í sumar og fengið nokkra sterka pósta. Jóhann Björnsson og Kristján Ari Halldórsson komu frá ÍR en þeir eiga báðir marga leiki í 1.deild og úrvalsdeild. Þá virðist Eyþór Páll Ásgeirsson vera komast í hörkuform en hann skoraði grimmt í Lengjubikarnum. Liðið er sterkt sóknarlega en varnarleikurinn gæti verið veikleiki gegn liðum með sterka sóknarmenn. Liðið býr þó ekki yfir mikilli breidd og mega illa við forföllum. Haldi þeir sínum sterkustu mönnum í sumar og jafnvel styrki sig gætu þeir gert gott mót.
Lykilmenn: Kristján Ari Halldórsson, Jóhann Björnsson, Eyþór Páll Ásgeirsson

5. sæti - Sindri
Verði þetta niðurstaðan yrði það gríðarleg vonbrigði fyrir Sindramenn sem ætla sér upp. Sindri er stórt spurningamerki en liðið virðist ekki hafa styrkt sig mjög mikið frá því í fyrra. Heimavöllurinn á eftir að reynast þeim dýrmætur en spurning er hvort breidd hópsins sé nægilega mikil. Mikið mun mæða á þjálfaraum Óla Stefáni Flóventssyni og þá treysta Sindramenn einnig mikið á hinn 43 ára gamla Sinisa Kekic og hinn tvítuga Atla Haraldsson. Sindra menn eru oftar en ekki með mjög þétta vörn og fá ekki mikið af mörkum á sig en sóknarleikurinn gæti orðið höfuðverkur hjá liðinu.
Lykilmenn: Óli Stefán Flóventsson, Atli Haraldsson, Sinisa Kekic.

6. sæti - Stál-Úlfur
Það verður að teljast ansi undarlegt að spá liðinu sem fær ekki stig á seinasta tímabili og með markatölu nánast 100 í mínus í 6.sæti. Stá-úlfs liðið hefur styrkt sig gríðarlega frá seinasta tímabili og vanmat gegn þeim gæti reynst dýrkeypt. Liðið skoraði mikið í deildarbikarnum en var að fá alltof mörg mörk á sig. Gaman verður að fylgjast með Stál-úlfi í sumar og sjá hvernig þeim á eftir að ganga.
Lykilmenn: Goran Lukic, Samir Mesatovic og Rui Pedro de Jesus Pereira

7. sæti - KFS
Það er alltaf erfitt að spá fyrir liði KFS á hverju sumri. Liðið notar oftast vel yfir 30 leikmenn á hverju sumri og það af skiljanlegri ástæðu. Liðið nær sjaldnast að stilla upp sama byrjunarliði og háir það liðinu gríðarlega. Heimavöllurinn reynist alltaf mjög drjúgur en stigin á útivelli koma liðinu um koll.
Lykilmenn: Bjarni Rúnar Einarsson, Sæþór Jóhannesson, Elías Fannar Stefnisson.

8. sæti - Ísbjörninn
Liðsmenn Ísbjarnarins náðu ekki að krafsa í mörg stig á seinasta ári og töpuðu mörgum leikjum stórt. Liðið er búið að styrkja sig frá seinasta ári en eru ennþá að fá mikið af mörkum á sig og eru mjög brothættir. 22 mörk á sig í 4 leikjum er alltof mikið en hinsvegar náðu þeir að skora 11 mörk.
Lykilmenn: Aron Elfar Jónsson, Hreinn Þorvaldsson og Sigurður Steinsson.

B-riðill:
1. KB
2. Ýmir
3. KFG
4. Magni
5. ÍH
6. Drangey
7. SR
8. Afríka


B-riðillinn verður að teljast ákaflega áhugaverður enda tvö ný lið í þriðju deildinni og þrjú hálfgerð varalið annarra félaga. Eins og oft getur gerst í þriðju deild geta orðið gríðarlegar mannabreytingar milli ára sérstaklega hjá varaliðunum og því oft erfitt að dæma liðin út frá árangri ársins áður og lið styrkja sig oft gríðarlega á seinustu dögum félagaskiptagluggans.

1. sæti - KB
Þrátt fyrir að hafa misst sterka pósta frá síðasta tímabili viðist KB ætla að mæta sterkt til leiks í sumar. KB spilaði í B-riðli í Lengjubikarnum og því líklega minna að marka árangur þeirra heldur en annarra. KB er með góða blöndu af reynslumeiri leikmönnum og 2. flokks strákum og virkar eins og hálfgerð útungunarvél fyrir Leiknismenn. Helsti veikleiki liðsins gæti orðið breiddin og liðið lent í vandræðum ef lykilmenn vantar.
Lykilmenn: Sævar Ólafsson, Stefán Ingi Gunnarsson, Valur Gunnarsson.

2. sæti Ýmir
Annað varalið en Ýmir er varalið HK sem er með mjög stóran hóp og því líklegt að þeir fái liðsstyrk frá Handknattleiksfélaginu. Svo virðist sem sóknarleikurinn hjá Ými virðist ekki vera vandamál heldur liggja veikleikarnir í vörninni. Til að mynda sigruðu þeir KFG í bikarnum 6-5 eftir að hafa verið yfir 4-0 og 5-1 og misst forystuna niður í 5-5 og þá hafa þeir notað í fimm mismunandi menn í markinu í jafnmörgum leikjum. Liðið varð fyrir mikilli blóðtöku á seinasta degi félagskiptagluggans þegar þeir misstu sinn aðal markaskorarara Guðmund Atla Steinþórsson en liðið ætti að vera nægilega sterkt til að leysa það vandamál. Ef þetta á að vera niðurstaðan verður liðið að bæta varnarleikinn því sóknarleikurinn virðist ekkert vandamál og liðið að skora mikið.
Lykilmenn: Birkir Ingibjartsson, Þórhallur Siggeirsson og Torfi Geir Hilmarsson

3. sæti - KFG
Lið KFG hefur ekki tekið miklum breytingum á undanförum árum og virðast ávallt halda sama kjarnanum. Sóknarleikur liðsins er gríðarlega sterkur en þeir fengu til að mynda Brynjar Sverrisson sem hefur raðað inn mörkunum í deildarbikarnum. Varnarleikur liðsins hefur verið helsta áhyggjuefni liðsins og má nefna dæmi bikarleikinn gegn Ými þar sem þeir fengu 6 mörk á sig. Það virðist koma sér afskaplega illa fyrir KFG menn að Skínandi komi inn í deildina sem virðist hindra það að ungir Stjörnustrákar komi til KFG.
Lykilmenn: Brynjar Sverrisson, Daði Kristjánsson og Halldór Ragnar Emilsson.

4. Magni Grenivík
Magnamenn hafa alltaf verið eitt af sterkari liðunum utan af landi en þurfa í þetta skiptið að spila við lið að sunnan. Liðin að sunnan eru oftar en ekki sterkari og var úrslitakeppnin í 3.deildinni í fyrra gott dæmi um það þar sem Magnamenn spiluðiu við KV og töpuðu fyrri leiknum 7-1. Heimavöllurinn og mikil samheldni verður líklega lykilatriði að árangri Magna en liðið ætlar sér stærri hluti en 4.sæti riðilsins.
Lykilmenn: Hreggviður Heiðberg Gunnarsson, Ragnar Hauksson, Sigþór Hafsteinn Baldursson.

5. ÍH
ÍH féll úr 2. deildinni í fyrra eftir nokkurra ára veru. Margir spáðu því að liðið mundi deyja út við það en svo virðist ekki vera. ÍH liðið virðist vera algjörlega óskrifað blað og erfitt að segja til um styrkleika liðsins. Margir leikmenn hafa horfið á braut og virðist sem ný kynslóð sé að taka við enda flest allir reynsluboltar sem hafa borið upp lið ÍH undanfarin á farnir. Hinsvegar hafa margir af þessum ungu strákum fengið mikilvæga reynslu í 2.deildinni sem gæti fleytt liðinu lengra.
Lykilmenn: Brynjar Rafn Ólafsson, Hilmar Ástþórsson og Heimir Snær Guðmundsson.

6. sæti - SR
SR er enn eitt nýja varaliðið í 3.deildinni en þeir eru varalið Þróttar í Reykjavík. Eins og með flest varaliðin þá er liðið skipað mikið af 2. flokks strákum og leikmönnum yfir 30 ára sem virðast vera enda sinn feril. Það er ljóst að margir leikmanna liðsins hafa mikla getu í fótbolta og eldri leikmenn ættu að geta miðlað reynslu sinni til ungu strákanna. Liðið byrjaði hinsvegar ekki að æfa fyrr en í mars/apríl og líkamlegt form þeirra eldri ekki til að hrópa húrra fyrir enda fengu þeir stórann skell í bikarnum gegn Reyni S. þar sem formið var búið að loknum fyrri hálfleiknum. Komist þeir eldri í betra líkamlegt form gæti liðið halað inn slatta af stigum.
Lykilmenn: Ingvi Sveinsson, Óskar Snær Vignisson og Sigurvin Ólafsson.

7. sæti - Drangey
Drangey er nýtt varalið Tindastóls og er annað óskrifað blað. Uppgangur Tindastóls er ótrúlegur en liðið hefur farið upp um deild tvö ár í röð. Liðið virðist skipað ungum strákum sem ekki eru tilbúnir í fyrstu deildina með reyndari mönnum sem eru komnir af sínu léttasta skeiði. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu nýja liði og sjá hvernig þeir munu standa sig í deildinni en fyrsta árið er oft erfitt og spurning um hversu mikla breidd liðið hefur.
Lykilmenn: Halldór Jón Sigurðsson, Hilmar Þór Kárason og Jóhann Helgason.

8. Afríka
Enn eitt árið er talið að Afríka endi á botni riðilsins en allt frá upphafi hefur lið Afríku náð að skila inn mörgum stigum. Leikmenn Afríku eru margir hverjir ágætis fótboltamenn en samheldnin og samskiptaörðuleikar virðast há liðinu ár eftir ár sem skilar sér mjög fljótlega í uppgjöf í leikjum og fjöldi spjalda. Nái lið Afríku að laga þetta gæti liðið orðið þokkalegt lið sem ekki má vanmeta. Oft hafa lið lent í vandræðum þegar hlutirnir fara að ganga upp hjá Afríku. Liðið þarf betra skipulag innan vallar til þess að forðast stór töp.
Lykilmenn: Baba Bangoura, Nuno Miguel Jardim Lopes og Dario Tomas Bardales Araujo.

C-riðill:
1. Kári
2. Þróttur V.
3. Víðir
4. Grundarfjörður
5. Hvíti Riddarinn
6. Snæfell


C-riðillinn er einungis skipaður sex liðum með þrefaldri umferð og virðist vera sá slakasti. Þar sem nokkur lið hættu þátttöku í 3.deild eða var vísað úr keppni var tekin sú ákvörðun að hafa einn riðil með 6 liðum sem ætti að auðvelda liðum að ná takmarki sínu að komast í úrslitakeppni og tryggja þátttökurétt í hinni nýju þriðju deild sem verður tekin uppá næsta ári.

1. sæti - Kári
Lið Kára var með öflugri liðum í 3.deildinn í fyrra en voru of lengi af stað líklega vegna formleysis. Ekki hafa orðið neinar verulegar breytingar á liði Kára og ættu að vera sterkasta liðið í þessum riðli. Liðið spilar sterkan varnarleik og eru einnig að skora mikið. Sannfærandi 6-1 sigur á KH í bikarnum virðist gefa góð fyrirheit fyrir sumarið hjá Kára sem gefast aldrei upp. Ef liðið heldur áfram á sömu braut ætti þessi riðill ekki að vefjast fyrir liðinu.
Lykilmenn: Gísli Freyr Brynjarsson, Almar Björn Viðarsson og Kristinn Aron Hjartarson.

2. sæti - Þróttur Vogum
Lið Þróttar hefur tekið miklum breytingum frá seinasta ári. Jón Aðalsteinn Kristjánsson tók við liðinu eftir að hafa náð góðum árangri með lið Hamars og kemur hann með ferskt blóð í Vogana. Þá mun liðið spila á nýjum velli sem á líklega eftir að auka áhugann. Þróttarar eru lið sem berst til síðasta blóðdropa og gefst aldrei upp. Flestir leikmenn liðsins hafa leikið lengi saman og því hópurinn vel vanir að spila með hver öðrum. Veikleiki liðsins hefur samt sem áður verið sóknarleikurinn þar sem þeir hafa ekki skorað mikið af mörkum undanfarin ár og gæti það komið þeim um koll.
Lykilmenn: Hörður Ingþór Harðarson, Garðar Ingvar Geirsson og Reynir Þór Valsson

3. sæti - Víðir Garði
Afar miklar breytingar hafa orðið á liði Víðis síðan í fyrra. Margir lykilmenn hafa horfið á braut eða lagt skónna á hilluna og liðið ekki spilað vel í deildarbikarnum. Mikilvægt er fyrir liðið að lykilmenn haldist heilir og að liðið fái aukna breidd eða góðan liðstyrk fyrir tímabilið. Það hefur ávallt verið mikill metnaður í Garðinum og heimavöllur liðsins er sterkur en brotthvarf margra leikmanna gæti komið liðinu um koll.
Lykilmenn: Björn Bergmann Vilhjálmsson, Georg Sigurðsson og Ólafur Ívar Jónsson

4. sæti - Grundarfjörður
Grundfirðingar komu gríðarlega mikið á óvart á seinasta tímabili og komust óvænt í úrslitakeppnina. Liðið hefur misst nokkra sterka leikmenn frá seinasta tímabili en eru ávallt erfiðir keppinautar og dæmigert landsbyggðarlið sem berst fram í rauðan dauðann. Lykillinn að velgengni hjá liðinu er áfram sterkur varnarleikur en liðið hefur einn sterkasta markvörð 3.deildarinnar og þétta vörn fyrir framan sig. Veikleiki liðsins hefur þó ávallt verið sóknarleikurinn og var sjaldgæft að liðið skoraði fleiri en tvö mörk í leik og lentu oft í basli við slakari liðin þar sem þeir þurftu að stjórna ferðinni.
Lykilmenn: Ingólfur Örn Kristjánsson, Tryggvi Hafsteinsson og Ragnar Smári Guðmundsson.

5. sæti - Hvíti Riddarinn
Hvíti Riddarinn er útunganarstöð Aftureldingar og fá leikmenn liðsins mikilvæga meistaraflokksreynslu í 3.deildinni. Liðið virðist talsvert sterkara í ár heldur en seinustu tvö ár. Margir leikmenn sem léku með Aftureldingu í yngri flokkunum hafa rifið skóna af hillunni og þeir styrkja liðið til mikilla muna.
Lykilmenn: Hörður Steinar Harðarson, Ólafur Karlsson og Sigurgeir Þór Guðmundsson.

6. sæti - Snæfell
Snæfellingar komust inn í 3.deildina þegar Skallagrímur ákvað að hætta þátttöku og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir koma inn. Seinast þegar liðið spilaði þá gekk liðinu ekki vel og töpuðu mörgum leikjum stórt og frægt er 31-0 tap liðsins gegn Haukum í bikarkeppninni í vikunni. Snæfell er nokkurn vegin óskrifað blað og kannski erfitt að segja til um gengi þeirra. Lykilatriði er að bæjarbúar mæti á völlinn og veiti þeim stuðning og má reikna með að heimavöllurinn gæti hjálpað liðinu að ná í stig.
Lykilmenn: Almar Þór Jónsson, Ólafur Sverrir Snorrason og Árni Þór Björnsson.

D - riðillinn:
D-riðillinn í ár er afar áhugaverður þar sem þrjú lið að austan eru í riðlinum. Þá kemur inn nýtt varalið Stjörnunnar inní deildina en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu c deild deildarbikarsins og virðast feiknasterkir.

D-riðill:
1. Augnablik
2. Skínandi
3. Álftanes
4. Leiknir F.
6. Einherji
6. Huginn
7. KH
8. Björninn


1. sæti - Augnablik
Liðið er skipað mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við yngri stráka og liðið var virkilega sterkt í fyrra. Augnablik datt út gegn KV á útivallarmörkum í úrslitakeppninni í fyrra og sannaði það hversu grimm 3.deildin getur verið en liðið ætlar sér alla leið í ár. Augnablik missti sinn aðal markaskorara til HK fyrir tímabilið og verður það stórt skarð að fylla. Leikmenn liðsins vita hinsvega nákvæmlega hvað þarf til enda eru þeir vel skipulagðir og spila góðan fótbolta en liðið fékk einnig sterka unga leikmenn fra Breiðabliki á dögunum. Augnablik sló út 2.deildarlið Hamars í bikarnum og hlýtur það að gefa góð fyrirheit fyrir sumarið.
Lykilmenn: Jóhann Hilmar Hreiðarsson, Kristján Óli Sigurðsson og Sigurður Sæberg Þorsteinsson.

2. sæti - Skínandi
Það verður að teljast frekar óvænt að spá nýju liði öðru sæti riðilsins enda liðið lítið reynt og afar ungt að árum. Leikmenn liðsins sem flestir eru ennþá í 2. flokki virka hins vegar í gríðarlegu formi og eru virkilega vel spilandi. Þjálfari liðsins virðist mjög skipulagður og verður gaman að fylgjast með hvernig ungu strákunum á eftir að vegna. Þar sem leikmenn liðsins eru mjög ungir að árum þá gæti líkamlegur styrkur háð þeim og því líklega brothættir í föstum leikatriðum. Sannfærandi sigur í deildarbikarnum virðist þó geta fleytt þeim langt enda sjálfstraustið í botni hjá ungum leikmönnum sem langar að sanna sig í efri deild.
Lykilmenn: Atli Freyr Ottesen, Ásgrímur Gunnarsson, Hrannar Darri Gunnarsson.

3. sæti - Álftanes
Það virðist alltaf vanta herslumuninn hjá Álftnesingum á hverju ári. Liðið vinnur nánast alltaf vinna leikina gegn slakari liðunum en gegn sterkustu liðunum er eins og pressan fari með liðið og þeir hætti að spila sinn leik. Álftnesingar hafa alltaf skorað mikið, verið með fína breidd en einhvern vegin klúðra málunum sjálfir á seinustu stundu. Liðið virðist samt vera vel mannað og með marga mjög fína knattspyrnumenn. Nái liðið að reka af sér slyðruorðið í stóru leikjunum gæti liðið náð betri árangri en til þess þurfa allir að standa saman sem lið en ekki sem einstaklingar.
Lykilmenn: Andri Janusson, Sigurður Brynjólfsson og Pétur Ásbjörn Sæmundsson.

4. sæti Leiknir Fáskrúðsfirði
Það verður afskaplega skemmtilegt að fylgjast með hvernig liðunum að austan á eftir að vegna í riðli fyrir sunnan en Leiknismenn hafa verið með eitt sterkasta liðið að austan undanfarin ár. Leiknismenn eru engan vegin að fara sætta sig við 4.sæti riðilsins og fara í riðilinn til að vinna hann. Mörg erfið ferðalög gætu orðið liðinu erfið en heimavöllur liðsins ætti að gefa liðinu mörg stig. Liðið var í B deild deildarbikarnum og stóðu vel í þeim liðum og því ekkert til fyrirstöðu að þeir endi ofar.
Lykilmenn: Vilberg Marínó Jónasson, Óðinn Ómarsson og Svanur Freyr Árnason.

5. sæti - Huginn
Árangur Huginsmanna í deildarbikarnum er lítt marktækur en liðið var afskaplega fáliðað í flestum leikjum. Liðið hefur hinsvegar marga fína knattspyrnumenn og þá hefur bæst við erlendur liðsstyrkur. Það verður líklega afskaplega erfitt fyrir sunnan liðin að koma á Seyðisfjörð og ætla ná í 3 stig. Liðið er ekta landsbyggðarlið sem spilar gefst ekki upp og fer langt á baráttu og hörku.
Lykilmenn: Nik Anthony Chamberlain, Birgir Hákon Jóhannsson og Friðjón Guðlaugsson.

6. sæti - Einherji
Einherji er lið sem verður að teljast óskrifað blað. David Hannah er við stórnvölin og spilar sjálfur. Hann hefur styrkt liðið með mörgum samlöndum sínum sem verða líklega aðalleikmenn liðsins ásamt Sigurði Donys Sigurðssyni og Jóni Orra Ólafssyni. Spurning er hversu breidd liðsins verður mikil og hvernig liðinu eigi eftir að vegna í útileikjum liðsins. Liðið má vart við forföllum en heimavöllurinn gæti orðið drjúgur.
Lykilmenn: David Hannah, Jón Orri Ólafsson, Sigurður Dony Sigurðsson.

7. sæti - KH
Lið KH virðist sterkara í ár heldur en í fyrra en liðið náði samt sem áður 10 stigum á seinasta ári og náði til dæmis óvæntum útisigri í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem liðið sé ennþá í sömu markmannsvandræðum og á seinasta ári og gæti það orðið dýrkeypt. Liðið spilaði þokkalega í deildarbikarnum, skyndisóknir liðsins og föst leikatriði voru þeirra styrkleiki en leikmenn liðsins voru ekki í nægilega góðu leikformi sem gæti komið þeim um koll. Þá er ekki ólíklegt að ferðalögin austur eigi eftir að reynast liðinu erfið.
Lykilmenn: Daði Már Steinsson, Ellert Finnbogi Eiríksson og Baldur Þórólfsson.

8. sæti - Björninn
Lið Bjarnarins er afskaplega óútreiknanlegt. Flestir sterkustu leikmenn liðsins ganga reglulega til liðs við Fjölni og aðrir sendir niður til þeirra. Liðið virðist slakara í ár heldur en í fyrra en liðið getur verið vel spilandi og skemmtilegt. Liðið er hinsvegar mjög ungt og markaskorun hefur verið af skornum skammti auk þess sem skortur á reynslu háir liðinu. Björninn er hinsvega alltaf líklegt til að standa uppí hárinu á hinum liðunum og tapa sjaldan stórt og geta gert hvaða liði sem er skráveifu.
Lykilmenn: Gunnar Ingi Gunnarsson, Torfi Bryngeirsson og Guðfinnur Magnússon.
Athugasemdir
banner