„Þegar þessi þrjú mörk eru komin fara FH-ingar í rólegheit, sem betur fer kannski fyrir okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 tap gegn FH í kvöld. Honum fannst vanta baráttu í sitt lið.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Breiðablik
„Það voru margir sem áttu mjög slæman leik í dag. Liðið í heild í fyrri hálfleik spilaði ágætlega. Fyrsta kortérið í seinni hálfleik drepur leikinn."
„FH-liðið er gott og er rútinerað í sínu spili. Það er samt í lagi að klukka menn og fara í tæklingar, ekki bara láta ýta sér í burtu."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir