Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. maí 2012 08:14
Elvar Geir Magnússon
De Boer hafnaði því að ræða við Liverpool
Mynd: Getty Images
Frank De Boer, þjálfari Ajax, segir við hollenska fjölmiðla að hann hafi hafnað því að fara í viðræður við Liverpool sem er í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Kenny Dalglish var rekinn í síðustu viku.

De Boer er 42 ára Hollendingur sem stýrði Ajax til hollenska meistaratitilsins. Hann segist eiga óklárað verk hjá Ajax en hann tók við liðinu 2010.

„Ég lít á þetta sem mikinn heiður en ég er bara að byrja starf mitt hjá Ajax. Ég mun því sýna félaginu tryggð næstu árin," segir De Boer.

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, hafði einnig hafnað því að fara í viðræður við Liverpool. Andre Villas-Boas og Roberto Martinez eru meðal manna sem er á blaði hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner