Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   mán 21. maí 2012 22:48
Björn Steinar Brynjólfsson
Bjarni Jó: Ekki allir Grindvíkingar ánægðir með mig núna
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er mjög sáttur, sérstaklega við seinni hálfleikinn," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-4 sigur á Grindavík í kvöld en heimamenn höfðu komist yfir eftir 27 sekúndur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Stjarnan

,,Við lentum undir strax og það var ekkert sérstakt, en sem betur fer náðum við að jafna fljótlega eftir markið. Svo var leikurinn í járnum í fyrri hálfleik en svo fannst mér við ná mjög góðum tökum á leiknum í seinni hálfleik og við spiluðum hann mjög vel."

,,Ég held að þeir hafi fengið eitt færi í seinni hálfleik svo í heildina var ég ánægður með leik liðsins. Eins og ég hef oft sagt áður þá er maí mánuður að koma traktornum almennilega í gang og hérna voru skemmtilegir taktar fram á við þegar leið á leikinn."


,,Danirnir sem við höfum fengið bæði í fyrra núna eru mjög góðir fótboltamenn og eru að hjálpa okkur mikið. Þeir lífga enn frekar upp á sóknarleik okkar sem hefur verið sprækur síðustu ár."

,,Alexander er búinn að vera hérna langlengst, og Mads er bara ný kominn. Það tekur alltaf tíma fyrir þessa stráka að venjast tempóinu. Mads sagði við mig um daginn 'Við tökum alltaf lengri spretti hérna á Íslandi en í Danmörku."

,,Þetta var ágætis völlur fyrir mig að vinna 100. leikinn, hér á ég fínar minningar síðan ég var að þjálfa Grindavík, þó svo allir séu ánægðir með mig núna, en örugglega einhverjir."

Athugasemdir