Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   mán 21. maí 2012 22:48
Björn Steinar Brynjólfsson
Bjarni Jó: Ekki allir Grindvíkingar ánægðir með mig núna
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er mjög sáttur, sérstaklega við seinni hálfleikinn," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-4 sigur á Grindavík í kvöld en heimamenn höfðu komist yfir eftir 27 sekúndur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Stjarnan

,,Við lentum undir strax og það var ekkert sérstakt, en sem betur fer náðum við að jafna fljótlega eftir markið. Svo var leikurinn í járnum í fyrri hálfleik en svo fannst mér við ná mjög góðum tökum á leiknum í seinni hálfleik og við spiluðum hann mjög vel."

,,Ég held að þeir hafi fengið eitt færi í seinni hálfleik svo í heildina var ég ánægður með leik liðsins. Eins og ég hef oft sagt áður þá er maí mánuður að koma traktornum almennilega í gang og hérna voru skemmtilegir taktar fram á við þegar leið á leikinn."


,,Danirnir sem við höfum fengið bæði í fyrra núna eru mjög góðir fótboltamenn og eru að hjálpa okkur mikið. Þeir lífga enn frekar upp á sóknarleik okkar sem hefur verið sprækur síðustu ár."

,,Alexander er búinn að vera hérna langlengst, og Mads er bara ný kominn. Það tekur alltaf tíma fyrir þessa stráka að venjast tempóinu. Mads sagði við mig um daginn 'Við tökum alltaf lengri spretti hérna á Íslandi en í Danmörku."

,,Þetta var ágætis völlur fyrir mig að vinna 100. leikinn, hér á ég fínar minningar síðan ég var að þjálfa Grindavík, þó svo allir séu ánægðir með mig núna, en örugglega einhverjir."

Athugasemdir
banner