Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 21. maí 2012 22:48
Björn Steinar Brynjólfsson
Bjarni Jó: Ekki allir Grindvíkingar ánægðir með mig núna
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er mjög sáttur, sérstaklega við seinni hálfleikinn," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-4 sigur á Grindavík í kvöld en heimamenn höfðu komist yfir eftir 27 sekúndur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Stjarnan

,,Við lentum undir strax og það var ekkert sérstakt, en sem betur fer náðum við að jafna fljótlega eftir markið. Svo var leikurinn í járnum í fyrri hálfleik en svo fannst mér við ná mjög góðum tökum á leiknum í seinni hálfleik og við spiluðum hann mjög vel."

,,Ég held að þeir hafi fengið eitt færi í seinni hálfleik svo í heildina var ég ánægður með leik liðsins. Eins og ég hef oft sagt áður þá er maí mánuður að koma traktornum almennilega í gang og hérna voru skemmtilegir taktar fram á við þegar leið á leikinn."


,,Danirnir sem við höfum fengið bæði í fyrra núna eru mjög góðir fótboltamenn og eru að hjálpa okkur mikið. Þeir lífga enn frekar upp á sóknarleik okkar sem hefur verið sprækur síðustu ár."

,,Alexander er búinn að vera hérna langlengst, og Mads er bara ný kominn. Það tekur alltaf tíma fyrir þessa stráka að venjast tempóinu. Mads sagði við mig um daginn 'Við tökum alltaf lengri spretti hérna á Íslandi en í Danmörku."

,,Þetta var ágætis völlur fyrir mig að vinna 100. leikinn, hér á ég fínar minningar síðan ég var að þjálfa Grindavík, þó svo allir séu ánægðir með mig núna, en örugglega einhverjir."

Athugasemdir
banner