Ólafur Helgi Kristjánsson, eða hreinlega Óli Kristjáns. þjálfari Breiðabliks sagði í viðtali við Fótbolti.net eftir tapleik sinna manna gegn Fram að spilamennskan hjá sínu hafi ekki verið boðleg í kvöld. Blikar hafa einungis skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðum deildarinnar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 Fram
,,Til að skora þurfum við að fá boltann inn í teig og það er það sem vantar hjá okkur. Við erum ekki að ná fyrirgjöfum eða sendingum inn í teig og það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, þú þrífst svolítið á þjónustu," sagði Ólafur.
Breiðablik hafa nú tapað síðustu tveimur leikjum, síðast gegn FH 0-3 og nú gegn Fram 0-2,
,,Spilamennskan hefur ekki verið góð, í þremur fyrstu leikjunum var spilamennskan ágæt, 45 mínútur gegn FH voru fínar, 15 mínútur í upphafi seinni hálfleiks voru slakar og svo var leikurinn dauður. Í þessum leik í dag var spilamennskan ekki boðleg," sagði Ólafur að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið við Ólaf í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir