Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. maí 2012 17:48
Elvar Geir Magnússon
3. deild: Magni, Hvíti Riddarinn og Huginn unnu stórt
Hreggviður Heiðberg Gunnarsson.
Hreggviður Heiðberg Gunnarsson.
Mynd: Magni
Hvíti riddarinn.
Hvíti riddarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Þrír leikir voru í 3. deild karla í dag og er þeim lokið.

B-riðill:
Magni frá Grenivík átti ekki í vandræðum með Drangey frá Sauðárkróki. Magnamenn hafa unnið tvo fyrstu leiki sína.

Magni 5 - 0 Drangey
1-0 Hreggviður H. Gunnarsson
2-0 Hreggviður H. Gunnarsson
3-0 Davíð Jón Stefánsson
4-0 Davíð Jón Stefánsson
5-0 Davíð Jón Stefánsson

C-riðill:
Eftir tap í fyrstu umferð tók Hvíti Riddarinn lið Snæfells í kennslustund.

Snæfell 0 - 9 Hvíti Riddarinn
0-1 Kristján Sigurðsson
0-2 Christopher Þ. Anderiman
0-3 Bjarni Þór Kristjánsson
0-4 Kristján Sigurðsson
0-5 Ólafur Karlsson
0-6 Ólafur Karlsson
0-7 Guðbrandur Jóhannesson
0-8 Guðbrandur Jóhannesson
0-9 Haukur Eyþórsson

D-riðill:
Huginn frá Seyðisfirði er á toppi D-riðils eftir öruggan sigur á Skínanda úr Garðabænum. Rúnar Freyr Þórhallsson, leikmaður Hugins, fékk rautt í stöðunni 2-0 en þrátt fyrir það vann Huginn öruggan sigur. Þjálfarinn Ásmundur Haraldsson tók fram skóna og lék með Skínanda í leiknum en hann lék síðasta á Íslandsmótinu 2010 þegar hann tók tvo leiki með Gróttu í 1. deildinni.

Huginn 5 - 1 Skínandi
1-0 Brynjar Árnason
2-0 Birgir Hákon Jóhannsson
3-0 Birgir Hákon Jóhannsson
3-1 Sigurður Bjarni Jónsson
4-1 Brynjar Árnason
5-1 Birgir Hákon Jóhannsson
Athugasemdir
banner
banner
banner