Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. maí 2012 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rannsókn: Einn af hverjum tíu heldur með Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur gefið út rannsókn sem heldur því fram að nánast einn af hverjum tíu jarðarbúum heldur með Rauðu djöflunum.

Þessi rannsókn á einnig að sýna fram á að félagið hefur tvöfaldað stuðningsmannafylgi sitt frá því fyrir fimm árum.

Skoðanakönnun, sem er partur af rannsókninni, segir að félagið hefur um það bil 659 milljón stuðningsmenn um allan heim. Það er nánast einn tíundi af öllum íbúum jarðarinnar.

Næsta lið á eftir United er sagt vera Barcelona, en United er með tvöfalt fylgi þeirra í Asíu sem gefur þeim töluvert fleiri stuðningsmenn.

Richard Arnold, markaðsstjóri félagsins, segir að innkoma United hafi hækkað um að minnsta kosti tíu prósent á hverju ári síðan 2007.

Hann segir einnig að 88 prósent af stuðningsmönnum United sé í Asíu, þar sem 108 milljónir stuðningsmanna eru í Kína, 55 milljónir í Indónesíu, 35 milljónir í Indlandi og 26 milljónir í Víetnam.

Stuðningsmannafylgi United er einnig sterkt í Ameríku-álfunum þar sem 34 milljónir stuðningsmanna félagsins eru í Norður-Ameríku og 24 milljónir í Mexíkó.
Athugasemdir
banner
banner