Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 01. júní 2012 23:03
Magnús Valur Böðvarsson
3. deild úrslit og markaskorarar - Afríka vann KFG
Halldór Áskell Stefánsson skoraði fyrir Árborg.
Halldór Áskell Stefánsson skoraði fyrir Árborg.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Afríka vann fyrsta sigur sinn í 4 ár en Hvíti Riddarinn náði í stig í Vogunum.
Afríka vann fyrsta sigur sinn í 4 ár en Hvíti Riddarinn náði í stig í Vogunum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
7 leikir fóru fram í 3.deild karla í kvöld og óhætt að segja að nokkur afar óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós.

A - riðill
Í a riðli fóru fram tveir leikir en þar unnu Árborg sannfærandi sigur á Stálúlfi 6 - 1 eftir að Stálúlfur hafi komist 1-0 yfir. Tveir leikmenn Stálúlfs fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Árborg er með 5 stig eftir þrjá leiki en Stálúlfur er með þrjú stig. Þá vann Ægir óvæntan útisigur gegn Berserkjum 3-2 á Víkingsvelli. Berserkir eru með sex stig á toppnum eftir þrjá leiki en Ægismenn með fjögur.

Árborg 6 - 1 Stálúflur
0-1 Sergej Diatlovic (7')
1-1 Halldór Áskell Stefánsson (35')
2-1 Guðmundur Garðar Sigfússon (63')
3-1 Kjartan Atli Kjartansson (73')
4-1 Lárus Hrafn Hallsson (92')
5-1 Kjartan Atli Kjartansson (93')
6-1 Lárus Hrafn Hallsson (94')
Rauð spjöld Sergej Diatlovic (75') Samir Mesatovic(75')

Berserkir 2 - 3 Ægir
Markaskorara sendist á [email protected]

B - riðill
Einn leikur fór fram í B riðli en þar varð heldur betur óvænt úrslit þar sem lið Afríku sigraði lið KFG en þetta er fyrsti deildarsigur Afríku í fjögur ár.

Afríka 2 - 1 KFG
0-1 Bjarni Pálmason
1-1 Markaskorara vantar (sendist á [email protected])
2-1 Markaskorara vantar (sendist á [email protected])

C - riðill
Þrír leikir voru í c riðilinum og voru úrslitin nokkurn vegin eftir bókinni. Það væri helst jafntefli Þróttar V og Hvíta Riddarans sem gætu talist óvænt. Víðismenn unnu stórsigur á liði Snæfells og Kári vann torsóttan sigur á liði Grundarfjarðar.

Hvíti Riddarinn 0 - 0 Þróttur V.

Grundafjörður 1 - 3 Kári
1-0 Predrag Milosavisevic
1-1 Gísli Freyr Brynjarsson
1-2 Gísli Freyr Brynjarsson
1-3 Valdimar K. Sigurðsson

Víðir 16 - 0 Snæfell
Björn Bergmann Vilhjálmsson 4, Róbert Örn Ólafsson 3, Ólafur Ívar Jónsson 2, Tómas Pálmason 2, Magnús Helgi Jakobsson, Björn Ingvar Björnsson, Þorsteinn Ingi Einarsson, Sigurður Elíasson

D - riðill
Það er aftur að margsannast að allt getur gerst í D - riðlinum en þar náðu leikmenn Bjarnarins í sín fyrstu stig þegar þeir unnu óvæntan sigur á liði Leiknis F sem voru taplausir eftir fyrstu leikina. Björninn er með 3 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína en Leiknir F. með fjögur eftir þrjá leiki.

Björninn 2 - 1 Leiknir F
1-0 Gunnar Ingi Gunnarsson (34')
2-0 Halldór Freyr Ásgrímsson (54')
2-1 (Markaskorari vantar)

Athugasemdir
banner