,,Já ég myndi segja það. Það voru fimm mínútur eftir þegar þeir skora þarna. Við ætluðum að klára þetta síðasta korterið þegar Loic fer útaf og bara berjast, en maður var orðinn þreyttur, gott veður og þurr völlur og svona, þetta er mjög súrt," sagði Alexander Magnússon, leikmaður Grindavíkur eftir 2-2 jafnteflið gegn ÍA í dag.
,,Það var lagt meira með að hlaupa og vera nær þeim á miðjunni þarna Jói Kalli og Arnar Már eða eitthvað. Við ætluðum bara að leyfa þeim ekki að fá neinn tíma á boltann og fannst það ganga svona ágætlega upp, en annars voru áherslurnar þær sömu."
,,Við ætluðum okkur þrjú stig, en við kvörtum ekki yfir einu stigi gegn svona liði. Við erum bara á uppleið, ætlum okkur að fara í hvern einasta leik og berjast eins og ljón, það er bara þannig," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir