Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 03. júní 2012 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór mikið í umræðunni í enska boltanum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Mönnum er títt rætt um Gylfa Þór Sigurðsson í enskum fjölmiðlum þessa dagana enda ljóst að hann er á förum frá þýska félaginu Hoffenheim.

Upphaflega var talið að hann myndi semja við Swansea sem hann lék með á láni á síðari hluta síðustu leiktíðar en eftir að Brendan Rodgers knattspyrnustjóri liðsins hætti með liðið til að taka við Liverpool telja menn líklegra að Gylfi fari þangað enda hefur Rodgers lýst yfir áhuga á að fá hann.

Dale Johnson ritstjóri hjá ESPN fer mikinn í að dásáma Gylfa á Twitter í dag og notar sér til stuðnings ýmsa tölfræði.

Hann byrjar að benda á að eftir að Gylfi kom til Swansea hafi hann átt næst flest skot á mark í ensku úrvalsdeildinni, aðeins Robin van Persie var með fleiri.

Sendingar Gylfa náðu árangri í 74,5% skipta sem er fyrir neðan meðallag en Jordan Henderson var til dæmis með 80%. Ef farið er nánar í þær tölur þá reyndi Gylfi 808 sendingar en Henderson 745. Hann bendir þó á Gylfi reyni að gefa sendingar fram völlinn en ekki til baka eins og margir aðrir.

Það sem er þó mikilvægara er að Gylfi skapaði 50 marktækifæri í þeim 18 leikjum sem hann spilaði en næstu menn í Swansea og Liverpool voru Nathan Dyer, Luis Suarez og Andy Carroll með aðeins 27. Henderson skapaði 15 færi.

Þessi 50 marktækifæri sem Gylfi skapaði voru fleiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann kom til Swansea.

Eftir 15. janúar voru aðeins tveir leikmenn sem sköpuðu 50 færi. Gylfi og Lionel Messi leikmaður Barcelona. Þeir voru samt ekki nálægt Andrea Pirlo sem skapaði 85 færi.
Athugasemdir
banner
banner