Líkt og undanfarin ár mun Fótbolti.net kíkja á stemninguna hjá liðunum í neðri deildunum reglulega fram á haust í liðnum ,,Hvað er að frétta?"
Í dag kíkjum við á stemninguna hjá Haukum í 1. deild. Hilmar Trausti Arnarsson fyrirliði liðsins svaraði nokkrum spurningum og afraksturinn má sjá hér að neðan.
Eldra efni í ,,Hvað er að frétta?"
Í dag kíkjum við á stemninguna hjá Haukum í 1. deild. Hilmar Trausti Arnarsson fyrirliði liðsins svaraði nokkrum spurningum og afraksturinn má sjá hér að neðan.
Eldra efni í ,,Hvað er að frétta?"
Hvernig er stemningin hjá Haukum?
Stemningin hjá Haukum er ávallt góð. Hópurinn er að mestu leyti samsettur af mjög ungum og mun eldri leikmönnum, því ríkir mikil feðga stemming innan hópsins.
Er stuðningurinn við liðið góður?
Stuðningurinn við liðið er til mikillar fyrirmyndar. Mætingin á fyrstu tvo heimaleiki sumarsins var góð og því ber að miklu leyti að þakka öllum þeim leikmönnum sem yfirgefið hafa liðið seinustu ár. Þessir miklu meistarar eru duglegir að láta sjá sig í stúkunni og því ber að fagna. En það er nú einu sinni þannig að frammistaða liðsins og fjöldi áhorfenda helst oft í hendur og því er það undir okkur leikmönnum komið að fá fólk til að mæta á völlinn, með góðri spilamennsku. Ég get ekki sleppt því að þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem eru að vinna óeigingjarnt starf í kringum félagið til þess að hafa umgjörðina sem besta. Það má einnig flokka sem stuðning.
Ertu ánægður með byrjun liðsins í sumar?
Já og nei. Það er að sjálfsögðu jákvætt að vera taplausir eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Ég tel þó að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit nema í einum af þessum fjórum leikjum. Varnarleikurinn hefur verið góður en sóknarleikurinn lélegur.
Hvert er markmið sumarsins hjá ykkur?
Opinbert markmið liðsins er að enda ofar en seinasta sumar þegar liðið endaði í þriðja sæti. Markmiðið er s.s. að fá Peppa Pepsíkarl í heimsókn á Ásvellina næsta sumar.
Hvaða lið telur þú að verði að berjast á toppnum í fyrstu deildinni í sumar?
Haukar, Þór, Víking Ó, Fjölnir, Víkingur R og Leiknir R.
Lýstu liðinu í þremur orðum:
Granít – Fegurð – Léttleiki
Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um:
Sumarið 2010 áttu Haukar lið í efstu deild í knattspyrnu, handbolta og körfubolta bæði í karla og kvenna flokki. Sumarið 2013 verður það endurtekið…..
Eitthvað að lokum?
Sjúkraþjálfari liðsins Rúnar Pálmarsson a.k.a. Grjótið er besti sjúkraþjálfari á landinu. Hann hefur á einhvern ótrúlegan hátt náð að halda öllum leikmönnum hópsins í eins góðu ástandi og mögulegt er í allan vetur og það sem af er sumri. Þannig að ef þú lesandi góður vilt ná þér af meiðslum á mettíma þá hefuru samband við hann í síma 862-2367
Athugasemdir