Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. júní 2012 19:15
Elvar Geir Magnússon
Jens Lehmann ekki bjartsýnn fyrir hönd Þýskalands
Mynd: Getty Images
Margir keppast við að spá Þýskalandi sigri á Evrópumótinu. Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóðverja er ekki í þeim hópi.

Lehmann telur að leikmenn liðsins hafi fengið of langt frí fyrir mótið.

„Ég hafði góða tilfinningu en það hefur breyst á síðustu vikum," sagði Lehmann í viðtali.

„Í dag tel ég að það verði góður árangur ef þýska liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina."

Þýskaland er í dauðariðli mótsins með Portúgal, Hollandi og Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner