Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. júní 2012 12:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Útlitið ekki gott fyrir Glasgow Rangers
Mynd: Getty Images
Endalok skoska stórveldisins Glasgow Rangers blasa við þessa stundina.

Fjárfestirinn Charles Green bauðst til að kaupa Rangers og eignir félagsins á 5.5 milljónir punda, en skattayfirvöld í Bretlandi og kröfuhafar félagsins hafa hafnað því tilboði.

Með þeirri ákvörðun hefur hið upprunalega Glasgow Rangers verið þurrkað út, en skuldir til banka og í skatt voru gríðarháar. Félagið verður af öllum líkindum leyst upp og eignir látnar í hendur kröfuhafa.

Nýtt félag verður stofnað á rústum þess gamla, en alls óvíst er hvort hið nýstofnaða félag fái að taka sæti þess gamla í skosku úrvalsdeildinni. Önnur félög í deildinni hafa nefnilega þegar lýst andstöðu sinni gegn þeim hugmyndum.
Athugasemdir
banner
banner