Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
   lau 16. júní 2012 17:32
Arnar Þór Ingólfsson
Ólafur Kristjánsson: Gæti kallað yfir mig runu af Twitti
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þolinmæði er orð sem er oft notað við svona tilefni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Grindavík

Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en bæði mörkin komu á síðasta korterinu.

,,Ég er búinn að lesa um hvern leikinn á fætur öðrum þar sem þér og kollegum þínum hafa fundist leikirnir vera hrútleiðinlegir. Nú gæti ég kallað yfir mig runu af all skonar Twitti. Að sjálfsögðu var barátta."

,,Þetta voru tvö lið sem voru neðarlega í deildinni og þá er barátta. Þú ferð ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegur fótbolti."


Varamennirnir Guðmundur Pétursson og Rafn Andri Haraldsson sáu um að skora mörkin í dag.

,,Þeir ráku smiðshöggið á það sem að hinir voru búnir að grafa upp og nýttu sér það. Þetta er eins og þegar þú ert að grafa orma fyrir veiðina þá er ágætt að einhver sé búinn að grafa holuna og svo plokkar þú ormana."

Einungis 456 áhorfendur mættu á leikinn í dag en Ólafur telur að það sé fínt að spila á laugardögum.

,,Mér finnst þeir vera frábærir. Byrja daginn snemma, hreyfa sig, róta aðeins í moldinni og koma síðan á völlinn," sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner