,,Þolinmæði er orð sem er oft notað við svona tilefni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Grindavík
Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en bæði mörkin komu á síðasta korterinu.
,,Ég er búinn að lesa um hvern leikinn á fætur öðrum þar sem þér og kollegum þínum hafa fundist leikirnir vera hrútleiðinlegir. Nú gæti ég kallað yfir mig runu af all skonar Twitti. Að sjálfsögðu var barátta."
,,Þetta voru tvö lið sem voru neðarlega í deildinni og þá er barátta. Þú ferð ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegur fótbolti."
Varamennirnir Guðmundur Pétursson og Rafn Andri Haraldsson sáu um að skora mörkin í dag.
,,Þeir ráku smiðshöggið á það sem að hinir voru búnir að grafa upp og nýttu sér það. Þetta er eins og þegar þú ert að grafa orma fyrir veiðina þá er ágætt að einhver sé búinn að grafa holuna og svo plokkar þú ormana."
Einungis 456 áhorfendur mættu á leikinn í dag en Ólafur telur að það sé fínt að spila á laugardögum.
,,Mér finnst þeir vera frábærir. Byrja daginn snemma, hreyfa sig, róta aðeins í moldinni og koma síðan á völlinn," sagði Ólafur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir