Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 20. júní 2012 13:00
Elvar Geir Magnússon
Tíu leikmenn sem gætu farið til Liverpool
Gylfi Þór Sigurðsson er efstur á blaði.
Gylfi Þór Sigurðsson er efstur á blaði.
Mynd: Getty Images
Seydou Keita fagnar marki.
Seydou Keita fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Vefsíðan Off The Post hefur tekið saman lista yfir tíu leikmenn sem gætu gengið til liðs við Liverpool áður en nýtt tímabil hefst.

1. Gylfi Sigurðsson
Væri frábær kostur til að fylla skarð Dirk Kuyt. Um leið og Brendan Rodgers var ráðinn stjóri Liverpool var Gylfi orðaður við félagið.
Líkur: 9/10

2. Dan Sturridge
Gæti verið að falla aftar í goggunarröðinni hjá Chelsea eftir kaup félagsins. Komst ekki í EM-hóp Englands og gæti viljað nýja áskorun.
Líkur: 6/10

3. Scott Sinclair
Rodgers gæti sótt eina skærustu stjörnu Swansea. Allavega er ljóst að leikmaðurinn er til í viðræður.
Líkur: 7/10

4. Clint Dempsey
Vill yfirgefa Fulham og komast í Evrópukeppni. Charlie Adam var slakur á síðasta tímabili og gæti Dempsey verið betri kostur.
Líkur: 8/10

5. Moussa Dembele
Gríðarlega hæfileikur leikmaður sem á skilið að spila á stærra sviði en Fulham býður upp á. Það svið gæti verið Anfield.
Líkur: 5/10

6. Eljero Elia
Vistaskipti hans frá Hamburg til Juventus voru misheppnuð og hann spilaði aðeins fjóra leiki í ítölsku A-deildinni síðasta tímabil. Liverpool gæti veðjað á þennan vængmann sem gæti samt bara verið annar Ryan Babel?
Líkur: 5/10

7. Seydou Keita
Þessi leikmaður er orðinn 32 ára og mun líklega leita á önnur mið í sumar eftir dvöl hjá Barcelona. Líklegt er að þessi miðjumaður víki nú fyrir yngri leikmanni.
Líkur: 4/10

8. Luuk de Jong
Þarf Liverpool að bæta við fleiri möguleikum í sóknarlínuna? Liverpool fær samkeppni frá Newcastle ef félagið ætlar að reyna að krækja í leikmann sem skoraði 25 mörk fyrir Twente í hollensku deildinni 21 árs.
Líkur: 5/10

9. Juan Manuel Vargas
Sókndjarfur bakvörður sem lengi hefur verið orðaður við Liverpool. Fyrirliði landsliðs Perú og leikmaður Fiorentina á Ítalíu. Getur einnig spilað á vængnum. Það neikvæða er að Fiorentina fer fram á 12 milljónir punda fyrir hann.
Líkur: 7/10

10. Wilfred Zaha
Liverpool spurðist fyrir um þennan 19 ára strák í janúar. Zaha spilar með Crystal Palace og hefur þegar leikið fyrir enska U21-landsliðið. Hálf enska úrvalsdeildin hefur áhuga á leikmanninum.
Líkur: 5/10
Athugasemdir
banner
banner
banner