Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Blika var bísna ánægður með spilamennskuna sem og þrjú stigin sem Breiðablik fengu í kvöld eftir góðan sigur gegn Íslandsmeisturunum.
,,Þetta var mjög sterkur leikur hjá okkur fannst mér, alveg frá fyrstu mínútu. Við vorum að stjórna leiknum og KR-ingarnir voru að laga sig að okkur og það var pínulítið fúlt að fá þetta mark á sig í andlitið en það var kannski það sem þurfti til að kveikja í okkur og krafturinn var nægur í restina."
,,Mér fannst við vera með fín tök á leiknum þegar KR-ingarnir komust yfir og það mætti segja að það hafi verið gegn gangi leiksins"
,,Það er búið að vera mikill stígandi í leik liðsins og þetta er bara beint framhald á því og vinnan frá morgundeginum að næsta leik mun leiða í ljós hvort við séum á einhverri beinni braut eða ekki en ég vil frekar hafa þetta svona en að vera á skábrautinni," sagði Ólafur aðspurður að því hvort Blikarnir væru komnir á beinu brautina.
Viðtalið við Óla er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir