Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag funda með nokkrum félögum á Bretlandi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Gylfi sló í gegn á láni hjá Swansea frá Hoffenheim á síðari hluta síðasta tímabils og hann hefur vakið áhuga hjá nokkrum félögum í kjölfarið.
Gylfi sló í gegn á láni hjá Swansea frá Hoffenheim á síðari hluta síðasta tímabils og hann hefur vakið áhuga hjá nokkrum félögum í kjölfarið.
Undanfarið hefur Gylfi verið í sumarfríi í Bandaríkjunum en hann er nú mættur til Englands í viðræður. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Gylfi funda með öllum þeim félögum sem hafa sýnt honum áhuga áður en hann tekur endanlega ákvörðun.
Swansea vill halda Gylfa innan sinna raða og þá hefur hann verið sterklega orðaður við Liverpool eftir að Brendan Rodgers tók við liðinu.
Tottenham er einnig sagt hafa áhuga á Gylfa auk þess sem hann hefur verið orðaður við Manchester United í nokkrum óáreiðanlegum götublöðum.
Gylfi hefur mjög sterklega verið orðaður við Liverpool en hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við félagið samkvæmt heimildum Fótbolta.net og fleiri félög eru inni í myndinni.
Gylfi vill hitta alla áhugasama aðila og gefa þeim kost á að kynna sínar hugmyndir áður en hann gengur að samningaborðinu við það félag sem hann velur en Hoffenheim hefur gefið honum tíma til 30. júní til að ganga frá sínum málum á Englandi.
Athugasemdir