Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2012 16:26
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Michael Laudrup: Erfitt að berjast við stærra félag um Gylfa
Mynd: Getty Images
Michael Laudrup, nýráðinn stjóri Swansea, vonast til að Gylfi Þór Sigurðsson semji við félagið en viðurkennir að það verði erfitt.

Swansea hefur náð samkomulagi við Hoffenheim um kaup á Gylfa en eftir að Brendan Rodgers yfirgaf félagið til að taka við Liverpool hafa hlutirnir breyst.

Gylfi er staddur á Englandi þar sem hann ræðir við nokkur félög en Laudrup viðurkennir að það verði erfitt fyrir Swansea að berjast við önnur félög um leikmanninn.

,,Ég held að þetta sé sérstakt tilfelli. Hann stóð sig mjög vel hér og eftir því sem ég best veit þá er hann á mála hjá þýsku félagi og á möguleika á að fara annað svo Swansea er ekki með pálmann í höndunum í þessum máli," sagði Laudrup á fréttamannafundi í dag.

,,Ef að stærra félag með mikinn pening blandar sér í baráttuna þá er mjög erfitt að berjast við það en ég vil auðvitað halda honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner