Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 24. júní 2012 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Messi og Suarez með þrennu í góðgerðarleik
Það var mikið fjör í Miami í Bandaríkjunum í nótt er The Stars og The Masters mættust í góðgerðarleik.

Leiknum lauk með 7-7 jafntefli, en margir bestu fótboltamenn heims voru þarna komnir saman til þess að spila. Stærstu stjörnurnar frá Suður-Ameríku voru mætt á svæðið, en þar má nefna Lionel Messi, Luis Suarez, Edinson Cavani og Radamel Falcao.

Messi gerði vel í leiknum og skoraði þrennu fyrir Masters, ásamt því að leggja upp nokkur mörk, en í hinu liðinu tókst Luis Suarez einnig að skora þrennu og leggja upp eitt mark. Cavani komst þá á blað sem og Didier Drogba, James Rodriguez, Nene, Rondon, Falcao og Ariel Ortega.

Liðin voru á ferð og flugi um Ameríku, en liðin höfðu þegar spilað í Bogota í Kólumbíu og Cancun í Mexíkó. Hægt er að sjá myndskeið af öllum mörkum leiksins í gær hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner