„Þetta var bara aldrei rautt, ég veit ekki af hverju hann flautaði," sagði Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, sem fékk rautt undir lokin í 3-0 tapi gegn KR í bikarnum.
Lestu um leikinn: KR 3 - 0 Breiðablik
Ingvar var á gulu spjaldi og taldi Þóroddur Hjaltalín Jr. að hann hefði brotið af sér utan teigs og gaf honum sitt annað gula spjald sem virtist kolrangur dómur.
„Hann sagði að þetta væri brot. Þetta voru bara mistök og það væri ágætt að geta fengið upptökur og það væri einhver úrskurður um að það væri ekki bann. Það sjá það allir að þetta var ekki rautt. Ætli þetta hafi ekki verið besta tækling leiksins," sagði Ingvar sem var óvenju léttur eftir leik miðað við það sem á undan hafði gengið.
Ingvar verður í banni í næsta leik Breiðabliks sem verður gegn Fylki.
Viðtalið við hann má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir