„Ég get spilað allar stöður á vellinum," segir bakvörðurinn Gísli Páll Helgason sem óvænt þurfti að fara í markið þegar Breiðablik tapaði 3-0 fyrir KR í bikarnum í kvöld. Ingvar Kale markvörður fékk rautt spjald og spilaði Gísli í rammanum síðustu mínúturnar.
Lestu um leikinn: KR 3 - 0 Breiðablik
„Það var eitthvað panikk á mönnum og enginn bauð sig fram í þetta."
Ingvar verður í banni í næsta deildarleik sem er gegn Fylki. Sigmar Ingi Sigurðarson mun þá standa í markinu en Gísli Páll er alveg til í spila þessa stöðu ef á þarf að halda.
„Simmi hefur verið eitthvað aðeins meiddur og ég get alveg tekið þetta á mig, ekkert mál," segir Gísli.
Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir