Andri Marteinsson þjálfari ÍR var í viðtali við Fótbolta.net eftir 2 - 1 tap gegn sínum gömlu mönnum í Haukum í 1. deildinni í kvöld og skaut létt Kristján Ómar Björnsson fyrrverandi leikmann sinn í Haukum.
,,Ég verð að viðurkenna að það er fínt að hafa Kristján Ómar í sínu liði en þegar hann byrjar á þessu í leiknum að fiska aukaspyrnur og jafnvel gul spjöld og annað þá verð ég að viðurkenna að það fór í taugarnar á mér og ég lét í mér heyra. Það er bara hluti af leiknum. Það er hiti. Þetta hefur ekkert með persónuna að gera og bara á meðan leiknum stendur. Kristján Ómar, ef þú ert að horfa á þetta, þú verður aðeins að fara að taka til þegar leikir eru, standa þig eins og maður og hætta þessu væli."
Nánar er rætt við Andra í sjónvarpinu hérn að ofan þar sem hann tjáir sig um leikinn og að hann ruglaðist um klefa þegar hann kom fyrst á Ásvelli í kvöld.
,,Ég kom á eftir leikmönnum aðeins og byrjaði að ganga í austur í stað vestur en var góðlátlega bent á að útiliðið væri fyrir vestan. Það var upplifun að koma hérna í kvöld og frábært og vel tekið á móti manni."
Athugasemdir