Haukar 2 - 1 ÍR
1-0 Magnús Páll Gunnarsson ('40)
1-1 Viggó Kristjánsson ('47)
2-1 Magnús Páll Gunnarsson ('64)
1-0 Magnús Páll Gunnarsson ('40)
1-1 Viggó Kristjánsson ('47)
2-1 Magnús Páll Gunnarsson ('64)
Andri Marteinsson sem þjálfaði hjá Haukum í þónokkur ár, kom á sinn gamla heimavöll í kvöld með lið sitt ÍR. Einu stigi munaði á Haukum og ÍR fyrir leikinn, Haukar voru með 12 stig en ÍR-ingar með 11 stig.
Liðin voru að þreyfa á hvor öðrum fyrstu mínúturnar og stundum meira en leyfilegt er því ÍR-ingar vildu fá vítaspyrnu eftir kortersleik, er Sverrir Garðarsson tosaði í treyju Viggó Kristjánssonar inn í vítateig Hauka, en dómari leiksins sá ekkert athugavert við þetta peysutog og leikurinn hélt áfram.
Sverrir Garðarsson átti virkilega góðan leik í vörn Hauka og batt vörnina saman, hann átti frábæra tæklingu á 17.mínútu, er Andri Björn Sigurðsson framherji ÍR var sloppinn í gegn, en Sverrir tæklaði boltann af honum. Undirritaður fullyrðir að svona gera ekkert hvaða varnarmenn sem er í 1.deildinni.
Færin voru ekki íkja mörg í fyrri hálfleik en eitt mark leit dagsins ljós hinsvegar, eftir sókn ÍR-inga breikuðu Haukamenn hratt upp völlinn, Anton Bjarnason átti síðan frábæra skiptingu frá hægri yfir á vinstri kantinn, þar sem Magnús Páll Gunnarsson var á auðum sjó, hlaup að markinu með boltann og skaut síðan boltanum framhjá Brynjari Erni Sigurðssyni markverði ÍR sem hélt sæti sínu í liðinu, þrátt fyrir að Þórir Guðnason hafi verið löglegur í leiknum í kvöld eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Magnús Páll var þarna að kvitta fyrir algjört dauðafæri sem hann hafði klikkað stuttu áður. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Haukum.
Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti því Viktor Unnar Illugason átti sláarskot fyrir Hauka á 46.mínútu, og í næstu sókn jöfnuðu hinsvegar ÍR-ingar metin, 1-1.
Alexander Kostic miðjumaður ÍR átti þá góðan fyrirgjöf frá vinstri inn á markteig, þar sem Viggó Kristjánsson kantmaður ÍR var einn og óvaldaður á fjærstönginni, tók boltann með hægri hendinni fyrir sig og lagði síðan boltann auðveldlega í markið. Þetta viðurkenndi Viggó við undirritaðann eftir leik.
ÍR-ingar semsagt búnir að jafna mínútu eftir að Haukar hefðu átt sláarskot, þetta hinsvegar snérist við á 64.mínútu, þegar Magnús Páll Gunnarsson skoraði sigurmarkið í leiknum.
Elvar Páll Sigurðsson hafði fengið dauðafæri fyrir ÍR á 63.mínútu en Daði Lárusson varði mjög vel, en færið fengu ÍR-ingar eftir að Magnús Páll hafi gefið lausa sendingu til baka sem ÍR-ingar komust inn í og sköpuðu sér þetta færi.
Haukarnir geystust hinsvegar upp í sókn, Aron Jóhannsson gaf sendingu inn í teig, þar lét varamaðurinn, Viktor Smári Segatta boltann fara í gegnum klofið á sér og þaðan rann boltinn í fætur Magnúsar sem var einn á fjærstönginni og skaut þéttingsföstu skoti í nærhornið og Haukarnir því komnir yfir.
Magnús Páll hefði getað fullkomnað þrennuna stuttu seinna, Benis Krasniqi og Aron Jóhannsson áttu gott þríhyrningsspil á vinstri kantinum, Benis gaf fyrir og þar skallaði Magnús Páll boltann hárfínt framhjá fjærstönginni, en Magnús var staðsettur inn í markteig ÍR-inga.
Eftir þetta voru ÍR-ingar líklega 80% með boltann, Haukarnir lögðust full aftarlega að margra mati og á köflum var enginn frammi þegar Haukarnir loks unnu boltann af ÍR-ingum. Gestirnir náðu þó ekki að skapa sér nein færi þær 20 mínútur sem eftir lifðu leiks og 2-1 sigur Hauka því staðreynd.
Athugasemdir