Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   fös 29. júní 2012 23:16
Arnar Daði Arnarsson
Maggi Palli: Fann að þetta átti að vera kvöldið mitt
Magnús Páll var á skotskónum í kvöld.
Magnús Páll var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Páll Gunnarsson framherji Hauka skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 heimasigri á ÍR í kvöld. Fyrir leikinn hafði Magnús skorað eitt mark og því voru þetta kærkomin mörk fyrir hann sem og Haukaliðið.

,,Þetta var mikill vinnusigur. Við vorum þéttir og spiluðum fínan bolta og yfir heildina var þetta okkar besti leikur í mótinu og við ætlum að byggja ofan á þetta," sagði Magnús Páll sem viðurkennir að Haukarnir hafi fengið kjaftshögg í byrjun seinni hálfleiks er ÍR-ingar jöfnuðu á 47.mínútu,

,,Það var kjaftshögg, við ætluðum auðvitað ekki að byrja seinni hálfleikinn svona en ég var ánægður hvernig menn rifu sig upp og sýndu sitt rétta andlit fljótlega í kjölfarið."

Magnús Páll skoraði síðast í fyrstu umferðinni gegn Tindastól í uppbótartíma og var því búinn að bíða lengi eftir að skora aftur,

,,Ég var búinn að bíða eftir þessum mörkum. Ég var í banni í síðasta leik, eftir fjögur gul og sem sóknarmaður er það ekkert sérstakt en ég fann að þetta átti að vera kvöldið mitt og ég ætlaði að nýta það," sagði Magnús Páll sem gerði það svo sannarlega.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner