Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   lau 30. júní 2012 10:34
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Luka Modric fer til Chelsea
Powerade
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum.

Chelsea virðist vera að hafa betur í baráttu við Real Madrid um Luka Modric leikmann Tottenham sem þeir ætla að bjóða 36 milljónir punda í. (Daily Express)

Ibrahim Afellay ætlar að ræða við Barcelona um framtíð sína en Tottenham og Liverpool hafa áhuga á að fá hann. (talkSPORT)

Manchester United ætlar að reyna enn frekar við að fá Leighton Baines og vill fá hann með liðinu í æfingaferðina 16. júlí. (Mirror)

Andre Villas-Boas vill kaupa Joao Moutinho til Tottenham í stað Luka Modric. (Daily Star)

Giovani Dos Santos mun fara frá Tottenham til Sevilla eða Atletico Madrid um helgina. (Guardian)

Fulham og Everton eru sögð vera á eftir tékkneska varnarmanninum Tomas Sivok sem getur farið frítt frá Besiktas eftir að samningur hans rann út. (FootyLatest)

Ezequiel Lavezzi hefur hafnað Manchester City því hann ætlar til Paris St. Germain. Þessi 27 ára leikmaður fer á 21 milljón punda. (The Sun)

Brendan Rodgers stjóri Liverpool ætlar að kaupa Mark Davies frá Bolton á 6 milljónir punda í stað Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fer til Tottenham. (Mirror)

Newcastle United hefur sent fulltrúa sína til Hollands til að ræða félagaskipti Luuk De Jong frá Twente. (Newcastle Evening Chronicle)

Stoke City er á eftir Steven Fletcher framherja Wolves og Steven Naismith. (The Sun)

Mario Balotelli hefur ekki áhuga á að fara aftur til Ítalíu því hann telur stuðningsmenn Manchester City elska sig ennþá þó hann hafi slegið England út af EM. (The Sun)

Andre Villas-Boas tapar næstum 11 miljónum punda þegar hann verður ráðinn stjóri Tottenham eftir helgi því hann fékk ekki heildarútborgun þegar hann hætti hjá Chelsea. (The Sun)

Harry Redknapp reyndi að fá Mario Balotelli á láni til Tottenham áður en hann fór til Manchester City árið 2010. (Sky Sports)
Athugasemdir