Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júní 2012 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Daily MIrror 
Gylfi ekki búinn að taka ákvörðun - Málin skýrast á morgun
Mynd: Getty Images
Breski vefmiðillinn The Daily Mirror birtir grein þess efnis í kvöld að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim í Þýskalandi, sé ekki búinn að taka ákvörðun um framtíð sína.

Gylfi, sem er 22 ára gamall miðjumaður var á láni hjá Swansea City síðari hluta síðasta tímabils, en þar gerði hann sjö mörk í sautján leikjum og var búist við því að hann yrði keyptur til félagsins.

Brendan Rodgers, sem var þá stjóri liðsins ákvað þó að taka við LIverpool og flæktust málin þá heldur betur, en það slitnaði upp úr viðræðum við Swansea og var hann því í kjölfarið orðaður við Liverpool.

Á síðustu dögum hafa þó borist þær fregnir að Gylfi sé búinn að klára samningamál sín við Tottenham Hotspur á Englandi og að læknisskoðun hafi farið fram, sem að Gylfi stóðst, en svo virðist sem að þetta sé ekki klappað og klárt.

Mirror bauð upp á viðtal við Sigurð Aðalsteinsson, sem er faðir Gylfa og tjáði hann þeim að Gylfi tæki ákvörðun varðandi framtíð sína á morgun og að samningamál við Tottenham væru allt annað en klár. Tekið skal þó fram að Mirror er ekki áreiðanlegasti miðillinn ytra.

,,Gylfi vill spila á eins háu stigi og mögulegt er og það vilja allir leikmenn gera, en tækifærið verður að vera rétt," sagði Sigurður.

,,Hann hefur ekki gert upp hug sinn enn, en það eru mörg lið á eftir honum. Það eru fullt af liðum í Þýskalandi, en hann vill spila á Englandi. Markmið Gylfa er að vera í liði sem er jafn gott og hann sjálfur og eins góðu og mögulegt er."

,,Liverpool og Tottenham verða bæði í Evrópukeppni á næsta tímabili, svo það er engin spurning með það. Ég hef séð fréttir þess efnis að hann fari fram á ákveðna upphæð á viku, en það er bull og vitleysa. Hann vill bara vera á eðlilegum launum og á svipuðum og allir hinir."

,,Aðalmálið er að hann vill spila og að finna það lið sem að hentar honum best. Það hjálpar alltaf þegar að þú þekkir menn eins og Brendan Rodgers, en hann er mjög góður þjálfari. En þýðir það Liverpool? Kannski, kannski ekki."

,,Hann er að hugsa málið og hvað er best að gera í stöðunni. Hann verður búinn að ákveða sig á sunnudag,"
sagði Sigurður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner