Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mán 02. júlí 2012 21:46
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Miðað við færi og spilamennsku vildi ég fá meira, ég vildi fá þrjú stig," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Breiðablik

Jóhann Þórhallsson skoraði jöfnunarmark Fylkis eftir að Sigmar Ingi Sigurðarson náði ekki að halda langskoti sem Davíð Þór Ásbjörnsson átti.

,,Það er alltaf vont að horfa á eftir stigum og það er bara þannig ef þú ert markvörður eða varnarmaður þá kostar það, það er dýrt. Það verða varnarmenn og markmenn að lifa við. Það verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna en við vöknum hressir á morgun," sagði Ólafur sem vildi sjá Sigmar slá skot Davíðs til hliðar.

,,Hann á að slá hann í burtu. Þetta er erfiður bolti að grípa og mér fannst hann eiga að slá hann. Sigmar veit manna best sjálfur að hann gerði mistök og það þarf ekkert að nudda honum upp úr því."

Sigmar stóð í marki Breiðabliks í dag þar sem Ingvar Þór Kale fékk rauða spjaldið undir lokin í bikarleiknum gegn KR í síðustu viku.

,,Það sem mér finnst biturt er að við missum þann markmann sem var búinn að leika í markinu út af með rautt spjald í síðasta leik. Það var ekkert við þá ákvörðun dómarans að athuga þegar það skeði í leiknum því hann metur það svo að leikmaðurinn eigi að fá rautt spjald. Eftir á þegar við sjáum að það var rangur dómur þá finnst mér refsingin ansi hörð bæði fyrir leikmann og lið þegar þú getur ekki notað leikmann sem var ranglega vikið af leikvelli."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner