Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   þri 03. júlí 2012 17:05
Magnús Már Einarsson
George Baldock búinn að fá sjö gul spjöld í níu leikjum
Mynd: Eyjafréttir
George Baldock, leikmaður ÍBV, varð í dag fyrsti leikmaðurinn á Íslandi til að verða dæmdur í leikbann fyrir að fá sjö gul spjöld.

Undanfarin ár hafa leikmenn farið í leikbann fyrir fjögur gul spjöld og síðan aftur eftir sex gul spjöld.

Á ársþingi KSÍ í vetur var reglunni breytt og nú fara leikmenn fyrst í bann eftir fjögur gul spjöld og síðan næst eftir að hafa fengið sjö gul spjöld.

Baldock hefur verið duglegur að safna spjöldum í sumar en þessi enski miðjumaður hefur fengið sjö gul spjöld í einungis níu leikjum í deild og bikar.

Baldock er í láni hjá ÍBV frá MK Dons en hann verður hjá Eyjamönnum fram til 8. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner