Ólafur Kristjánsson var skiljanlega ekki sáttur eftir 0-4 tap Breiðabliks gegn Keflavík í kvöld. Þrátt fyrir ágætis byrjun var keyrt yfir Blikana sem gjörsamlega gáfust upp.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 4 Keflavík
„Við byrjuðum fínt og vorum að opna Keflvíkingana ágætlega. Tempóið á leiknum var lágt, það var algjört andlausi og doði yfir mönnum svo í seinni hálfleik og síðasta korterið var bara eitt lið á vellinum," sagði Ólafur.
„Hundfúll er ekki rétta orðið, ég er algjörlega drullufúll."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir