Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. júlí 2012 15:55
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild: Leiknir á botninn eftir tap á Ísafirði
Tveir af þremur Furness-bræðrum skoruðu fyrir Tindastól í dag.
Tveir af þremur Furness-bræðrum skoruðu fyrir Tindastól í dag.
Mynd: Valgeir Kárason
Tveir leikir voru spilaðir í 1. deild karla í dag og voru það báðir skemmtilegir og fjörugir markaleikir.

Á Ísafirði var æsispennandi botnbaráttuslagur þar sem BÍ/Bolungarvík og Leiknir Reykjavík mættust í sjö marka leik, en heimamenn báru 4-3 sigur úr býtum og eru því komnir úr botnsæti deildarinnar.

Á Sauðárkróki voru átta mörk skoruð en sex þeirra skoruðu heimamenn í Tindastól sem eru nú komnir í sjötta sæti deildarinnar, einu stigi yfir Hött sem átti engin svör við sóknarleik heimamanna.

Úrslit og markaskorarar (tekið af urslit.net):

BÍ/Bolungarvík 4 - 3 Leiknir R.
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('21)
2-0 Gunnar Már Elíasson ('25)
3-0 Pétur Georg Markan ('36)
3-1 Hilmar Árni Halldórsson ('53)
3-2 Kjartan Andri Baldvinsson ('58)
3-3 Gunnar Einarsson ('74)
4-3 Dennis Nielsen ('75, víti)

Tindastóll 6 - 2 Höttur
1-0 Ben Everson ('8)
1-1 Stefán Þór Eyjólfsson ('30)
2-1 Dominic Furness ('31)
3-1 Theodore Furness ('37)
4-1 Theodore Furness ('43)
4-2 Stefán Þór Eyjólfsson ('60)
5-2 Ben Everson ('72)
6-2 Max Touloute ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner