Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. júlí 2012 16:31
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Brendan Rodgers: Misstum ekki af Gylfa út af launakröfum
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi ekki tapað gegn Tottenham í baráttunni um Gylfa Þór Sigurðsson af því að launakröfur leikmannsins hafi verið of háar.

Rodgers segist hafa sjálfur hætt við að reyna að fá Gylfa til Liverpool þegar á hólminn var komið.

,,Við misstum ekki af honum út af því að við vildum ekki eyða peningum (í laun)," sagði Rodgers.

,,Við misstum af honum því stjórinn var ekki tilbúinn að kýla á þetta. Það er engin vafi á að það verða önnur skotmörk og aðrir leikmenn sem við munum reyna að krækja í."

,,Við munum ekki tapa baráttu út af launakröfum. Ef við teljum að það eru einhverjir leikmenn á markaðinum sem eru þess virði og geta bætt við það sem við erum að gera hér þá munum við gera allt sem við getum til að fá þá hingað."


Rodgers býst við að krækja í sinn fyrsta leikmann til Liverpool á næstu dögum.

,,Við vonumst til að ganga frá samningi í þessari viku og það er mjög spennandi fyrir félagið. Hann á eftir að verða frábær, ég er viss um það. Stuðningsmennirnir eiga eftir að elska hann," sagði Rodgers um leikmanninn sem er á leið til Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner