Skoski miðjumaðurinn Paul McShane hefur fengið sig lausan undan samningi hjá Grindavík.
McShane hefur einungis leikið tvo leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar og nú er ljóst að hann mun róa á önnur mið þegar félagaskiptaglugginn opnar á sunnudag.
McShane hefur einungis leikið tvo leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar og nú er ljóst að hann mun róa á önnur mið þegar félagaskiptaglugginn opnar á sunnudag.
,,Ég náði samkomulagi í gær og mun skrifa undir starfslokasamning í dag," sagði McShane við Fótbolta.net í dag.
McShane ætlar að leika áfram á Íslandi og hann vonast til að finna nýtt félag þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Þessi 34 ára gamli leikmaður kom fyrst til Grindvíkinga árið 1998 og lék með liðinu allt þar til árið 2008 að hann fór í Fram. Eftir tvö tímabil þar gekk McShane síðan til liðs við Keflavík þar sem hann spilaði 2010 áður en hann fór aftur til Grindvíkinga fyrir síðasta tímabil.
Athugasemdir