Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 13. júlí 2012 22:13
Fótbolti.net
Umfjöllun: Disztl tryggði KA sigur á toppliðinu
David Disztl skoraði sigurmarkið.
David Disztl skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Ó. 0 - 1 KA
0-1 David Disztl ('54)

Það var hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík fékk KA í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld.

Leikurinn fór rólega af stað og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Víkingarnir voru meira með boltann og náðu oft að skapa sér góð færi.

En snemma í leiknum skullu Guðmundur Magnússon og leikmaður KA saman og þurfti leikmaður KA að yfirgefa völlinn. Leikurinn tafðist talsvert í fyrri hálfleik vegna þessa atviks.

Fram að þessu voru Víkingarnir mjög líklegir en leikurinn datt niður í kjölfarið. Staðan var 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurin fór fjörlega af stað og voru bæði liðin að skapa sér færi. Víkingarnir voru meira með boltann, en KA menn beittu skyndisóknum.

Sandor Matus var besti leikmaður KA í kvöld og varði oft á tíðum stórglæsilega. Það var svo David Disztl sem skoraði mark fyrir KA, eftir að Víkingum mistókst að hreinsa frá marki.

Leikurinn var í járnum það sem eftir var, þangað til á 90.mínútu mín að Víkingarnir fengu vítaspyrnu. Edin Beslija tók spyrnuna en vítabaninn Sandor Matus varði glæsilega og leiknum lauk með 0-1 sigri KA.

KA fer upp í fimmta sætið með sigrinum og er með 12 stig, en Víkingur heldur toppsætinu með 19 stig.
Athugasemdir
banner