Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. júlí 2012 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool hafnaði tilboði Newcastle í Carroll
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur hafnað tilboði Newcastle í Andy Carroll, framherja liðsins.

Carroll, sem er 22 ára gamall kom til Liverpool frá Newcastle á síðasta ári fyrir 35 milljónir punda, en hefur ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Brendan Rodgers tók við Liverpool fyrir komandi tímabil og er ljóst að framherjinn komi ekki til með að vera partur af plönum hans og hafa þegar nokkur lið sýnt áhuga á honum, en þar má nefna AC Milan, Aston Villa og West Ham United.

Newcastle United lagði fram tilboð í Carroll fyrr í kvöld, þar sem félagið vildi fá hann á láni og vera með kauprétt á honum, en samkvæmt BBC, þá hefur Liverpool hafnað tilboðinu.

Leikmaðurinn sjálfur vill ekki verða seldur frá klúbbnum og segir hann að einungis lán komi til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner