Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 16. júlí 2012 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir hætt með lið FH (Staðfest)
Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun FH.
Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun kvennaliðs FH en þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu nú undir kvöld.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sem hefur verið Helenu til aðstoðar auk þess að þjálfa 2. flokkinn mun taka við liðinu tímabundið.

Helena tók við liði FH fyrir síðustu leiktíð þegar liðið var í 1. deild. Liðið vann alla sína deildarleiki á síðasta ári undir hennar stjórn.

FH er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með 10 stig þegar mótið er hálfnað, hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað fimm. Liðið tapaði fyrir Val í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudagskvöld, 6-1.

Fréttatilkynning frá Meistaraflokksráði kvenna FH

Helena Ólafsdóttir þjálfari meistaraflokks kvenna hefur látið af störfum sem þjálfari liðsins að eigin ósk.

Helena hefur á þessum tveimur árum sem hún hefur verið þjálfari hjá FH unnið gott starf og náð góðum árangri með liðið. Skemmst er að minnast sannfærandi og yfirburðarsigurs liðsins í fyrstu deild s.l. ár.

Helenu er þakkað gott starf í þágu félagsins og henni er jafnframt óskað áframhaldandi velfarnaðar á knattspyrnusviðinu.

Við starfi Helenu tekur tímabundið Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sem verið hefur þjálfari 2. fl og aðstoðarþjálfari Helenu.

Fráfarandi þjálfari þakkar FH samstarfið og óskar liðinu alls hins besta.

Athugasemdir
banner
banner