Miðjumaðurinn reyndi Sigurvin Ólafsson hefur gengið til liðs við Fylki eftir að hafa verið á láni hjá SR í þriðju deildinni það sem af er sumri.
Þessi 35 ára gamli leikmaður skipti yfir í Fylki í vor og mun núna hjálpa liðinu í Pepsi-deildinni út tímabilið.
Sigurvin kvaddi SR með því að skora glæsilegt skallamark í 7-2 tapi liðsins gegn ÍH í gærkvöldi.
Þessi 35 ára gamli leikmaður skipti yfir í Fylki í vor og mun núna hjálpa liðinu í Pepsi-deildinni út tímabilið.
Sigurvin kvaddi SR með því að skora glæsilegt skallamark í 7-2 tapi liðsins gegn ÍH í gærkvöldi.
,,Klúbburinn þakkar Venna fyrir sitt vinnuframlag og óskar honum jafnframt góðs gengis á vellinum í Pepsi deildinni. Hlökkum til að njóta krafta hans aftur," segir í yfirlýsingu frá SR.
Sigurvin er uppalinn hjá ÍBV en hann hefur einnig leikið með FH, KR, Fram og Gróttu hér á landi við góðan orðstír. Undanfarin tvö ár hefur Sigurvin verið mest megnis í pásu frá boltanum en hann hjálpaði Gróttu að komast upp úr 2. deildinni sumarið 2009.
Athugasemdir