banner
   lau 21. júlí 2012 10:52
Elvar Geir Magnússon
Juventus vill Van Persie og Suarez
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur sagt við Robin van Persie að félagið vilji einnig fá Luis Suarez frá Liverpool. Juventus reynir að lokka Van Persie til félagsins en Manchester United og City reyna einnig að fá hann.

„Að mínu mati er Van Persie einn besti sóknarmaður heims, ef ekki sá besti. Auðvitað vill ég halda honum," segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um hollenska sóknarmanninn.

Manchester United hefur gert tilboð í Van Persie en það er talið 10-15 milljónum punda lægra en Arsenal vill fá.

Forráðamenn Juventus telja að það muni hjálpa til við að lokka leikmanninn til sín að segja honum frá möguleikanum á því að spila með Suarez.

Það er þó ljóst að það verður erfitt fyrir Juventus að fá Liverpool til að selja úrúgvæska sóknarmanninn. Talið er að ítalska félagið gæti gert tilboð upp á 28 milljónir punda í Suarez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner