,,Hann er mjög ósáttur við leikinn og þá er ágætt að menn séu ekki að sjá sig of mikið þegar sýður á þeim. Það er betra að hann fari heim til sín og blási aðeins og komi svo á morgun á æfingu," sagði Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði Grindavíkur eftir 0-1 tap gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 1 FH
Guðjón Þórðarson þjálfari liðsins lét sig hverfa eftir leik og ræddi ekki við fjölmiðla eins og venja er eftir leik. Staða Grindavíkur eftir leikinn er slæm, liðið er aðeins með sex stig úr tólf umferðum. Við spurðum Ólaf Örn hvort þjálfaraskipti gætu hjálpað liðinu?
,,Ég held að það hafi ekkert með málið að segja. Við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er þekkt vandamál hérna, þessi staða sem við erum í, og ég held að það viti það allir að það erum bara við sem breytum hvað gerist. Ég held að það sé auðveldasta útskýringin og sjaldnast besta útskýringin."
Nánar er rætt við Ólaf Örn í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir